Lífið

Latibær býður upp á tónleika

Í fyrra voru um 5.000 hlauparar í Latabæjarhlaupinu og um 12.000 manns á svæðinu, en Gunnar Helgason býst við 
um 15.000 manns á morgun.
Í fyrra voru um 5.000 hlauparar í Latabæjarhlaupinu og um 12.000 manns á svæðinu, en Gunnar Helgason býst við um 15.000 manns á morgun.

„Í fyrra voru um 5.000 hlauparar og um 12.000 manns á svæðinu, en við búumst við heldur fleirum í ár," segir Gunnar Helgason, leikari og umsjónarmaður skemmtidagskrár, um Latabæjarhlaupið. Hlaupið fer fram í fjórða sinn á morgun klukkan 13, en upphitun hefst í Hljómskálagarðinum um 20 mínútum fyrr.

„Núna ætlar Magnús Scheving að vera með sérstaka upphitun fyrir alla krakkana, sem um 15.000 manns munu líklega taka þátt í. Krakkarnir fara svo í sitt rásmark og er skipt í þrjá aldurshópa með litum. Maggi hleypur svo fyrstu metrana með hverjum hóp, en Sniglarnir ætla að vera fremstir og leiða hlauparana rétta leið," útskýrir Gunnar og segir meiri stemningu í kringum hlaupið sjálft í ár en áður.

„Eftir hlaupið verða svo Latabæjartónleikar í Hljómskálagarðinum, á sama sviði og Rásar 2 tónleikarnir verða um kvöldið og það verður risaskjár á staðnum svo allir eiga að geta séð hvað fer fram. Solla stirða ætlar að bjóða vinum sínum að koma og syngja Latabæjarlög ásamt sínum eigin lögum, en fram koma Jónsi, sem syngur upphafslagið í þáttunum, Jóhanna Guðrún, Magni Ásgeirsson og Ingó Veðurguð," segir hann. „Í ár ætlum við að reyna að stytta tímann sem fólk þarf að vera á staðnum, en í heildina verður þetta um eins og hálfs tíma dagskrá með upphitun, hlaupinu og skemmti-atriðum," bætir hann við. - ag








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.