Íslenskir víkingar í Póllandi 21. ágúst 2009 03:45 Þeir Gunnar og Björn voru stjörnur stærstu víkingahátíðar í heimi sem haldin er í Póllandi. Þeir voru á forsíðum dagblaðanna og komið var fram við þá eins og kónga. Tveir af meðlimum bardagafélagsins Einherja í Reykjavík fengu höfðinglegar móttökur þegar þeir sóttu stærstu víkingahátíð í heimi sem haldin er ár hvert í bænum Wolin. „Já, við vorum hálfgerðar stórstjörnur, fólkið þarna hafði aldrei séð alvöru íslenska víkinga og menn þögðu þegar við töluðum saman. Okkur var sagt að við værum þarna að tala alvöru víkingamál," segir jarlinn Gunnar Ólason en hann sótti hátíðina ásamt Sveini Hirti goða. Þeir Gunnar og Sveinn mættu vopnlausir til leiks enda segir Gunnar að þeir hafi komið þarna í friði, ekki til að höggva mann og annan. Fjölmiðlar sýndu þessari heimsókn mikinn áhuga og voru þeir Sveinn og Gunnar á forsíðu þriggja pólskra dagblaða. „Og þegar skrúðgangan var farin um bæinn þá heyrðum við hvíslað að þarna væru nú komnir hinir frægu íslensku víkingar. Það var bara komið fram við okkur eins og kónga." Talið er að hátíðin dragi að sér sextíu þúsund gesti en alls koma um fimm-tán hundruð manns að henni með einum eða öðrum hætti. Hápunktur hátíðarinnar er umfangsmikill bardagi sem sex hundruð víkingar taka þátt í. Og þeim Gunnari og Sveini var boðið að taka stöðu dómara sem þykir mikill heiður. „Maður stendur þá með tréprik, ber að ofan og það gat stundum verið nokkuð skelfilegt að standa þarna berskjaldaður innan um alvopnaða víkinga sem lömdu hver á öðrum með sverði." Gunnar segir að bardagar nútímavíkinga í Austur-Evrópu séu nokkuð frábrugðnir bardögum sem sjá má á víkingahátíðum í Vestur-Evrópu. „Þetta er mun harkalegra, menn lemja virkilega hver á öðrum. Þessi svokallaða austurleið krefst þess að menn séu vel varðir, með hjálma, leðurhanska og brynjur. Þar leyfist mönnum að slá í höfuð, en það er stranglega bannað fyrir vestan." Bardagar af þessu tagi standa yfirleitt ekki yfir í langan tíma, vara ekki í nema sex til átta mínútur.„Menn eru yfirleitt alveg búnir eftir þetta enda reynir svona orrusta mikið á þol manna." Og Gunnar og Sveinn ætla að sækja þessa hátíð aftur og eru að safna liði svo að íslensku víkingarnir geti nú sýnt og sannað að þeir séu hin einu og sönnu hreystimenni frá hinni glæstu fornöld. Áhugasömum er bent á heimasíðu Einherja, einherji.is, vilji þeir fara utan í víking. „Þetta er mikil þolraun," segir Gunnar. „Við vorum einu sinni með sérsveitarmann frá lögreglunni og hann gafst upp eftir klukkutíma. Hafði þá á orði hversu erfitt þetta væri." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira
Tveir af meðlimum bardagafélagsins Einherja í Reykjavík fengu höfðinglegar móttökur þegar þeir sóttu stærstu víkingahátíð í heimi sem haldin er ár hvert í bænum Wolin. „Já, við vorum hálfgerðar stórstjörnur, fólkið þarna hafði aldrei séð alvöru íslenska víkinga og menn þögðu þegar við töluðum saman. Okkur var sagt að við værum þarna að tala alvöru víkingamál," segir jarlinn Gunnar Ólason en hann sótti hátíðina ásamt Sveini Hirti goða. Þeir Gunnar og Sveinn mættu vopnlausir til leiks enda segir Gunnar að þeir hafi komið þarna í friði, ekki til að höggva mann og annan. Fjölmiðlar sýndu þessari heimsókn mikinn áhuga og voru þeir Sveinn og Gunnar á forsíðu þriggja pólskra dagblaða. „Og þegar skrúðgangan var farin um bæinn þá heyrðum við hvíslað að þarna væru nú komnir hinir frægu íslensku víkingar. Það var bara komið fram við okkur eins og kónga." Talið er að hátíðin dragi að sér sextíu þúsund gesti en alls koma um fimm-tán hundruð manns að henni með einum eða öðrum hætti. Hápunktur hátíðarinnar er umfangsmikill bardagi sem sex hundruð víkingar taka þátt í. Og þeim Gunnari og Sveini var boðið að taka stöðu dómara sem þykir mikill heiður. „Maður stendur þá með tréprik, ber að ofan og það gat stundum verið nokkuð skelfilegt að standa þarna berskjaldaður innan um alvopnaða víkinga sem lömdu hver á öðrum með sverði." Gunnar segir að bardagar nútímavíkinga í Austur-Evrópu séu nokkuð frábrugðnir bardögum sem sjá má á víkingahátíðum í Vestur-Evrópu. „Þetta er mun harkalegra, menn lemja virkilega hver á öðrum. Þessi svokallaða austurleið krefst þess að menn séu vel varðir, með hjálma, leðurhanska og brynjur. Þar leyfist mönnum að slá í höfuð, en það er stranglega bannað fyrir vestan." Bardagar af þessu tagi standa yfirleitt ekki yfir í langan tíma, vara ekki í nema sex til átta mínútur.„Menn eru yfirleitt alveg búnir eftir þetta enda reynir svona orrusta mikið á þol manna." Og Gunnar og Sveinn ætla að sækja þessa hátíð aftur og eru að safna liði svo að íslensku víkingarnir geti nú sýnt og sannað að þeir séu hin einu og sönnu hreystimenni frá hinni glæstu fornöld. Áhugasömum er bent á heimasíðu Einherja, einherji.is, vilji þeir fara utan í víking. „Þetta er mikil þolraun," segir Gunnar. „Við vorum einu sinni með sérsveitarmann frá lögreglunni og hann gafst upp eftir klukkutíma. Hafði þá á orði hversu erfitt þetta væri." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira