Lífið

Tónleikastríð á Menningarnótt

Útvarpsstöðvarnar Rás 2 og Bylgjan munu báðar standa fyrir tónleikum í miðbænum í kvöld klukkan 19.30.
Útvarpsstöðvarnar Rás 2 og Bylgjan munu báðar standa fyrir tónleikum í miðbænum í kvöld klukkan 19.30.

„Margir hafa verið að velta fyrir sér hvort við ættum ekki að vera að „presentera“ Rásar 2 tónleikana og þeir okkar, en Bylgjan hefur verið að þróast mikið og er ekki eins fyrirsjáanleg og fólk myndi halda,“ segir Jóhann Örn Ólafsson, kynningarstjóri Bylgjunnar, um tónleika útvarpsstöðvarinnar á Ingólfstorgi á Menningarnótt.

Í Hljómskálagarðinum verða hinir árlegu tónleikar Rásar 2 og hefjast tónleikar beggja útvarpsstöðvanna á sama tíma, klukkan 19.30.

Á tónleikum Rásar 2 koma fram hljómsveitirnar Lights on the Highway, Hinn íslenski Þursaflokkur, Paparnir, Ingó og Veðurguðirnir og Páll Óskar, en á tónleikum Bylgjunnar koma fram Hjálmar, Hjaltalín, Baggalútur, Megas og Senuþjófarnir, Sigríður Thorlacius, Pastal og Pinon og Fallegir menn.

Aðspurður viðurkennir Jóhann að hljómsveitirnar á tónleikunum hafi ekki allar fengið mikla spilun á Bylgjunni. „Það má segja að einhverjir tónlistarmenn þarna séu ekki mikið spilaðir á Bylgjunni, en það er mjög fjölbreytt tónlist spiluð á stöðinni svo við kynnum þessa tónleika með miklu stolti,“ segir Jóhann, sem verður líklega kynnir á tónleikunum í kvöld. „Það stefnir allt í að ég kynni þetta sjálfur, enda er ég kynningastjóri Bylgjunnar svo það væri fáranlegt að nota ekki þennan titil,“ bætir hann við og brosir.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.