Lífið

Fallegir drengir opna gallerí á Hverfisgötu

Pretty boys group. 
fréttablaðið/valli
Pretty boys group. fréttablaðið/valli

Hópur ungra listamanna sem kalla sig Pretty Boys Group opnar nýtt gallerí við Hverfisgötu 34 í dag.

„Við vorum að leita að húsnæði til að nýta sem vinnustofu og gallerí. Þar sem það er svo mikið af tómum húsum í miðbænum ákváðum við að taka eitt yfir, gera það upp og færa okkur svo yfir í það næsta,“ segir Þórsteinn Sigurðsson, einn meðlima Pretty Boys Group. „Þegar við vorum búnir að gera húsið við Hverfisgötu upp fengum við heimsókn frá borgaryfirvöldum og fengum leyfi til að vera áfram í húsnæðinu. Þannig að við erum búnir að vera hér síðan og erum nú að fara að opna gallerí sem mun bera nafnið Bosnía.“

Piltarnir eru allir listamenn að mennt og eru að sögn Þórsteins að gera ólíka hluti þó flestir tengist þeir í gegnum götulist sem þeir stunda.

Hópurinn fær að nýta húsnæðið undir list sína í óákveðinn tíma, eða þar til ráðist verður í frekari framkvæmdir á húsinu. „Sýningin sem opnar hér í dag verður samsýning okkar sem að þessu stöndum. Veitingar verða í boði, lifandi tónlist og dans þannig ég hvet alla til að mæta,“ segir Þórsteinn.

Opnunin hefst klukkan 17.00.

- sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.