Kokkar mótmæla stýrivöxtum með skeggvexti 19. ágúst 2009 05:30 Úlfar og Tómas þykja ansi skeggjaðir en vöxturinn heldur áfram þar til stýrivextir Seðlabankans verða komnir niður fyrir tíu prósent. Tveir af þekktustu matreiðslumönnum landsins, þeir Úlfar Eysteinsson á Þremur frökkum og Tómas Tómasson á Hamborgarabúllunni, hafa tekið höndum saman og mótmæla nú háum stýrivöxtum Seðlabankans með fremur óvenjulegum en friðsömum hætti. Þeir hafa tekið þá ákvörðun að skerða ekki skegg sitt fyrr en hinir margumtöluðu vextir eru komnir niður fyrir tíu prósent. Þeir standa nú í tólf stigum en peningastefnunefnd ákvað að halda þeim óbreyttum á fundi sínum hinn 13. ágúst. Tómas segir að Úlfar hafi átt upptökin að þessu. Hann hafi verið í viðtali út af hvalkjöti og verið spurður út í það af hverju hann væri með ögn meira skegg en venjulega. „Hann sagðist bara vera að mótmæla stýrivöxtunum og ég tók hann bara á orðinu. Nú er hann búinn að safna í tvo mánuði en ég er á fimmtu viku,“ segir Tómas, sem kann bara ágætlega við skeggvöxtinn, telur að þetta fari sér bara ágætlega. „Menn hafa annað hvort líkt mér við Ernest Hemingway eða Kára Stefánsson, það er reyndar alltaf svona Hemingway-eftirhermukeppni á Key West í lok júlí á hverju ári og ég var svona að spá í að fara en fannst ég ekki alveg kominn með nógu mikið skegg þá. Kannski bara á næsta ári, það er að segja ef stýrivextirnir verða ekki komnir niður í tíu prósent fyrir þann tíma.“ Úlfari hefur hins vegar ekki verið líkt við neina jafnfræga og Hemingway og Kára. „Nei, menn hafa helst talið mig líkjast talibana frá Afganistan,“ útskýrir kokkurinn og bætir því við að hann hafi nú fjárfest í sérstökum skeggbursta enda sé skeggið orðið umtalsvert. Hann segist ætla að láta reyna á það hvort þeir félagarnir haldi það út að raka sig ekki fyrr en stýrivaxtalækkunin verði að veruleika. Enn sé engan bilbug á þeim að finna þrátt fyrir að vöxturinn sé mikill. „Það skal hins vegar alveg viðurkennast að þetta hefur verið óþægilegt núna í sumarhitanum, sérstaklega á næturnar. Þetta hefur verið svona svipað og að sofa með tvær lopapeysur í framan.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira
Tveir af þekktustu matreiðslumönnum landsins, þeir Úlfar Eysteinsson á Þremur frökkum og Tómas Tómasson á Hamborgarabúllunni, hafa tekið höndum saman og mótmæla nú háum stýrivöxtum Seðlabankans með fremur óvenjulegum en friðsömum hætti. Þeir hafa tekið þá ákvörðun að skerða ekki skegg sitt fyrr en hinir margumtöluðu vextir eru komnir niður fyrir tíu prósent. Þeir standa nú í tólf stigum en peningastefnunefnd ákvað að halda þeim óbreyttum á fundi sínum hinn 13. ágúst. Tómas segir að Úlfar hafi átt upptökin að þessu. Hann hafi verið í viðtali út af hvalkjöti og verið spurður út í það af hverju hann væri með ögn meira skegg en venjulega. „Hann sagðist bara vera að mótmæla stýrivöxtunum og ég tók hann bara á orðinu. Nú er hann búinn að safna í tvo mánuði en ég er á fimmtu viku,“ segir Tómas, sem kann bara ágætlega við skeggvöxtinn, telur að þetta fari sér bara ágætlega. „Menn hafa annað hvort líkt mér við Ernest Hemingway eða Kára Stefánsson, það er reyndar alltaf svona Hemingway-eftirhermukeppni á Key West í lok júlí á hverju ári og ég var svona að spá í að fara en fannst ég ekki alveg kominn með nógu mikið skegg þá. Kannski bara á næsta ári, það er að segja ef stýrivextirnir verða ekki komnir niður í tíu prósent fyrir þann tíma.“ Úlfari hefur hins vegar ekki verið líkt við neina jafnfræga og Hemingway og Kára. „Nei, menn hafa helst talið mig líkjast talibana frá Afganistan,“ útskýrir kokkurinn og bætir því við að hann hafi nú fjárfest í sérstökum skeggbursta enda sé skeggið orðið umtalsvert. Hann segist ætla að láta reyna á það hvort þeir félagarnir haldi það út að raka sig ekki fyrr en stýrivaxtalækkunin verði að veruleika. Enn sé engan bilbug á þeim að finna þrátt fyrir að vöxturinn sé mikill. „Það skal hins vegar alveg viðurkennast að þetta hefur verið óþægilegt núna í sumarhitanum, sérstaklega á næturnar. Þetta hefur verið svona svipað og að sofa með tvær lopapeysur í framan.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira