Lífið

Framkoma er engin töfrabrögð

Finnur kennir framkomu í Austurbæ ásamt Veru Knúts. Fréttablaðið/GVA
Finnur kennir framkomu í Austurbæ ásamt Veru Knúts. Fréttablaðið/GVA

„Ég lærði alþjóðaviðskipti og hún er menntaður stjórnmálafræðingur. Okkur langar að tala um mismunandi kynningaraðferðir, af hverju fólk er að nota power point, af hverju ekki og svo tala um mismunandi aðstæður sem fólk getur lent í þegar það er að koma fram,“ segir Finnur Þ. Gunnþórsson, en hann og Vera Knútsdóttir standa fyrir fríu framkomunámskeiði sem hefst klukkan sex í kvöld í Austurbæjarbíói.

„Ég held almennt að fólk eigi miklu auðveldara með kynningar en það heldur. Flestir reyna að koma alltof miklu á framfæri í einu og það er augljóst að þeir hafa ekki hugsað um hverjir eru að hlusta á þá. Þetta eru í raun mjög einföld atriði sem við erum að koma fram með, það eru engin töfrabrögð í gangi“.

Finnur segir þau ætla sér að efla sjálfstraust, ræða framkomu í mismunandi menningargeirum og fleira. Einhver góð ráð varðandi sjálfstraust? „Í raun bara að vita að við erum öll manneskjur. Ef maður er ekta, maður er líkast til á staðnum af því að maður á eitthvað erindi, er að fara að tala um eitthvað sem maður hefur vit á, þá þarf maður ekki að vera að „feika“ neitt. Ef maður gerir það ekki þá gengur vel. Yfirleitt hverfur stress þegar fólk fer að setja reynslu sem því hefur liðið vel með í einu samhengi yfir í það samhengi sem því finnst erfitt.“

Námskeiðið er eitt af fjölmörgum liðum í starfsemi Austurbæjarbíós í sumar.

Skráning fer fram í gegnum tölvupóst á brynja83@hotmail.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.