Lífið

Lokaverk úr tveimur listaháskólum

Tvö verk, tvær konur Ólöf og Katrín sýna Móðurmál og Föðurland á artFart. Mynd/Katrín
Tvö verk, tvær konur Ólöf og Katrín sýna Móðurmál og Föðurland á artFart. Mynd/Katrín

„Einhvers konar upphaf er ekki endilega með þeim fyrirsjáanlega endi sem þú hélst í byrjun," segir Katrín Dagmar Beck, danshöfundur og dansari, um ný sviðslistaverk hennar, Móðurmál og Föðurland. Verkin voru lokaverkefni hennar, en Katrín útskrifaðist í vor úr Listaháskólanum og Salzburg Experimental Academy of Dance.

„Ég var í tveimur skólum á sama tíma og ég sá það ekki fyrir hvenær það byrjaði og hvernig það myndi enda. Þegar ég lagði upp með að fara í skiptinám þá bjóst ég ekki við því að útskrifast úr tveimur skólum, bara sem dæmi. Verkin eru unnin út frá þessum pælingum um hvar eitthvað byrjar og það sama endar."

Það er unnið í samvinnu við ýmsa, bæði heima og heiman, meðal annars við Ólöfu Hugrúnu Valdimarsdóttur sem flytur verkið með Katrínu. „Ólöf er æskuvinkona mín, ég er búin að þekkja hana síðan ég var sex ára. Hún er leikkona, lærð í Arts Institute í Bournemouth. Þetta er fyrsta verkið okkar saman og hefur lengi staðið til, við ákváðum það einhvern tímann."

Verkin eru aðskilin en tengjast þó. Móðurland er flutt annað kvöld en Föðurland á mánudagskvöld. Frítt er inn á sýningarnar en þær hefjast í Leikhús-Batteríinu klukkan níu.

- kbs








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.