Lífið

Krúserar spæna malbikið í kvöld

Einn af klassísku fornbílunum sem Krúserarnir hafa yfir að ráða.
Einn af klassísku fornbílunum sem Krúserarnir hafa yfir að ráða.

Krúserar, klúbbur áhugamanna um klassíska fornbíla, stendur fyrir sínu árlega Krúserkvöldi í kvöld. Uppákoman verður haldin frá 19 til 21 á planinu fyrir utan verslun N1 við Bíldshöfða þar sem sýnd verða mörg af flottustu tryllitækjum landsins. Einnig mun blúsband leika tónlist frá þeim tíma þegar þessar bíltegundir runnu fyrst af færibandinu og munu menn klæða sig upp með lakkrísbindi og sólgleraugu.

Nú eru síðustu forvöð fyrir almenning að berja fararskjóta Krúsaranna augum áður en þeir hverfa aftur inn í bílskúrinn fyrir veturinn. Klúbburinn var stofnaður formlega í mars 2006 og eru meðlimir komnir vel á sjöunda hundrað. Nánari upplýsingar um klúbbinn má finna á síðunni Kruser.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.