Jói Fel á hrefnuveiðum 22. ágúst 2009 00:01 Jói Fel tekur mynd af nýveiddri hrefnu sem skipverjar á Jóhönnu skutu rétt fyrir utan Akranes. „Auðvitað ætti bara að skipta út hvalaskoðunarferðum fyrir þetta, menn gætu bara farið á hvalveiðar, komist í almennilegt návígi við dýrið,“ segir Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel. Ný þáttaröð með bakaranum er í bígerð og í fyrsta þættinum fer Jói á hvalveiðar með hvalveiðibátnum Jóhönnu, skammt frá Akranesi. Jói var engin hvalafæla því áhöfnin á Jóhönnu skaut tvær myndarlegar hrefnur; önnur var sex tonn en hinn sjö. Jói segir þetta hafa verið alveg ótrúlega upplifun. „Bara geðveikt, þegar maður er nýbúinn að landa einum tíu punda laxi og fer svo á svona, þetta er bara ólýsanlegt,“ segir Jói, sem fékk þó ekki að taka í skutulinn enda er slíkt aðeins fyrir vana menn. Hvalveiðitúrinn stóð yfir frá klukkan átta um morguninn til ellefu um kvöldið og var hvalurinn verkaður um borð. „Þetta var allt öðruvísi en maður hafði gert sér í hugarlund, kannski vegna þess að maður er búinn að sjá svo margar myndir frá Hvalfirði, þar sem hvalurinn er verkaður á þurru landi,“ segir Jói, sem ber skipverjunum á Jóhönnu vel söguna. „Maður var bara kominn með í eyrun, þessir menn höfðu séð svo margt og höfðu frá ótrúlega mörgu að segja.“ Jói nýtur svo liðsinnis Úlfars Eysteinssonar á Þremur frökkum við að elda úr hráefninu.- fgg Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
„Auðvitað ætti bara að skipta út hvalaskoðunarferðum fyrir þetta, menn gætu bara farið á hvalveiðar, komist í almennilegt návígi við dýrið,“ segir Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel. Ný þáttaröð með bakaranum er í bígerð og í fyrsta þættinum fer Jói á hvalveiðar með hvalveiðibátnum Jóhönnu, skammt frá Akranesi. Jói var engin hvalafæla því áhöfnin á Jóhönnu skaut tvær myndarlegar hrefnur; önnur var sex tonn en hinn sjö. Jói segir þetta hafa verið alveg ótrúlega upplifun. „Bara geðveikt, þegar maður er nýbúinn að landa einum tíu punda laxi og fer svo á svona, þetta er bara ólýsanlegt,“ segir Jói, sem fékk þó ekki að taka í skutulinn enda er slíkt aðeins fyrir vana menn. Hvalveiðitúrinn stóð yfir frá klukkan átta um morguninn til ellefu um kvöldið og var hvalurinn verkaður um borð. „Þetta var allt öðruvísi en maður hafði gert sér í hugarlund, kannski vegna þess að maður er búinn að sjá svo margar myndir frá Hvalfirði, þar sem hvalurinn er verkaður á þurru landi,“ segir Jói, sem ber skipverjunum á Jóhönnu vel söguna. „Maður var bara kominn með í eyrun, þessir menn höfðu séð svo margt og höfðu frá ótrúlega mörgu að segja.“ Jói nýtur svo liðsinnis Úlfars Eysteinssonar á Þremur frökkum við að elda úr hráefninu.- fgg
Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira