Lífið

Jói Fel á hrefnuveiðum

Jói Fel tekur mynd af nýveiddri hrefnu sem skipverjar á Jóhönnu skutu rétt fyrir utan Akranes.
Jói Fel tekur mynd af nýveiddri hrefnu sem skipverjar á Jóhönnu skutu rétt fyrir utan Akranes.

„Auðvitað ætti bara að skipta út hvalaskoðunarferðum fyrir þetta, menn gætu bara farið á hvalveiðar, komist í almennilegt návígi við dýrið,“ segir Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel.

Ný þáttaröð með bakaranum er í bígerð og í fyrsta þættinum fer Jói á hvalveiðar með hvalveiðibátnum Jóhönnu, skammt frá Akranesi. Jói var engin hvalafæla því áhöfnin á Jóhönnu skaut tvær myndarlegar hrefnur; önnur var sex tonn en hinn sjö.

Jói segir þetta hafa verið alveg ótrúlega upplifun. „Bara geðveikt, þegar maður er nýbúinn að landa einum tíu punda laxi og fer svo á svona, þetta er bara ólýsanlegt,“ segir Jói, sem fékk þó ekki að taka í skutulinn enda er slíkt aðeins fyrir vana menn.

Hvalveiðitúrinn stóð yfir frá klukkan átta um morguninn til ellefu um kvöldið og var hvalurinn verkaður um borð. „Þetta var allt öðruvísi en maður hafði gert sér í hugarlund, kannski vegna þess að maður er búinn að sjá svo margar myndir frá Hvalfirði, þar sem hvalurinn er verkaður á þurru landi,“ segir Jói, sem ber skipverjunum á Jóhönnu vel söguna. „Maður var bara kominn með í eyrun, þessir menn höfðu séð svo margt og höfðu frá ótrúlega mörgu að segja.“ Jói nýtur svo liðsinnis Úlfars Eysteinssonar á Þremur frökkum við að elda úr hráefninu.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.