Indverskir kvikmyndagerðarmenn flykkjast til Íslands 21. ágúst 2009 07:00 Stórstjörnur frá Tollywood Trisha Krishnan er einhver vinsælasta leikkona Tollywood og hún er hér á landi að taka upp tónlistarmyndband fyrir nýjustu kvikmynd sína. Grétar Örvarsson er að sjálfsögðu leiðangursstjóri Indverjanna en þeir virðast vera áhugasamir um að koma hingað til Íslands og taka upp efni fyrir kvikmyndir sínar. „Þetta fólk er miklar stjörnur í sínu heimalandi. En er algjörlega laust við stjörnustæla," segir Elísabet Agnarsdóttir hjá Jöklum ehf. en hún hefur vart undan að taka við fyrirspurnum frá indverskum kvikmyndagerðarmönnum sem vilja ólmir koma til landsins og taka upp efni fyrir kvikmyndir sínar. Á landinu er nú staddur nokkuð stór hópur frá Tollywood til að taka tónlistarmyndbönd fyrir kvikmyndina Namo Venkatesa í leikstjórn Srinus Vytla. Sem sagt hvorki Bollywood - sem er hvað frægast - né Kollywood en tökulið frá því héraði var statt hér á landi fyrir skemmstu eins og Fréttablaðið greindi frá. Tollywood er gælunafn yfir kvikmyndir frá Andhra Pradesh-héraðinu á Indlandi. Þar er töluð sérstök mállýska sem heitir Telegu og Tollywood dregur nafn sitt af. Tollywood á nokkur heimsmet í heimsmetabók Guinness, þar eru meðal annars framleiddar flestar kvikmyndir í heiminum á ári hverju og þar býr einnig sá leikari sem hefur leikið í flestum kvikmyndum í öllum heiminum eða alls 750. Þar er einnig stærsta kvikmyndaver í heimi og í Andhra Pradesh eru flest kvikmyndahús á Indlandi ef marka má wikipediu. Og hér á landi eru sem sagt tvær af skærustu stjörnum Tollywood; Venkatesh Daggubati, sem er margverðlaunaður leikari og nýtur mikillar hylli í Tollywood-kvikmyndageiranum, og svo Trisha Krishnan, einhver helsta þokkadís þessarar kvikmyndagerðar en móðir hennar er með í för og passar upp á að allt sé örugglega með felldu. Hópurinn frá Tollywood, sem er um tuttugu manns, hefur verið hér í heila viku og tekið upp efni fyrir tvö myndbönd við Skógafoss, Seljalandsfoss, Reynisdranga og Jökulsárlón, svo fátt eitt sé nefnt. Þau hafa reyndar verið á ferðalagi um alla Evrópu síðustu tuttugu daga til að taka upp borgarsenur fyrir myndina en Ísland leikur síðan aðalhlutverkið í tónlistarmyndböndunum. Elísabet segir að vinnulagið sé ekkert öðruvísi en það sem viðhaft var þegar Kollywood-liðið var hér á landi. Unnið sé frá morgni til kvölds. Reyndar gekk ekki allt eins og í sögu því tollurinn hleypti ekki öllum töskum Tollywood-fólksins í gegn og því varð uppi fótur og fit þegar einn kjóllinn varð eftir í Keflavík. Spurð hvort svona sparsamir kvikmyndagerðarmenn, sem setja það ekki fyrir sig að deila herbergjum, skili einhverjum gjaldeyri til landsins segir Elísabet svo vera. „Þetta eru einhverjir peningar." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Sjá meira
„Þetta fólk er miklar stjörnur í sínu heimalandi. En er algjörlega laust við stjörnustæla," segir Elísabet Agnarsdóttir hjá Jöklum ehf. en hún hefur vart undan að taka við fyrirspurnum frá indverskum kvikmyndagerðarmönnum sem vilja ólmir koma til landsins og taka upp efni fyrir kvikmyndir sínar. Á landinu er nú staddur nokkuð stór hópur frá Tollywood til að taka tónlistarmyndbönd fyrir kvikmyndina Namo Venkatesa í leikstjórn Srinus Vytla. Sem sagt hvorki Bollywood - sem er hvað frægast - né Kollywood en tökulið frá því héraði var statt hér á landi fyrir skemmstu eins og Fréttablaðið greindi frá. Tollywood er gælunafn yfir kvikmyndir frá Andhra Pradesh-héraðinu á Indlandi. Þar er töluð sérstök mállýska sem heitir Telegu og Tollywood dregur nafn sitt af. Tollywood á nokkur heimsmet í heimsmetabók Guinness, þar eru meðal annars framleiddar flestar kvikmyndir í heiminum á ári hverju og þar býr einnig sá leikari sem hefur leikið í flestum kvikmyndum í öllum heiminum eða alls 750. Þar er einnig stærsta kvikmyndaver í heimi og í Andhra Pradesh eru flest kvikmyndahús á Indlandi ef marka má wikipediu. Og hér á landi eru sem sagt tvær af skærustu stjörnum Tollywood; Venkatesh Daggubati, sem er margverðlaunaður leikari og nýtur mikillar hylli í Tollywood-kvikmyndageiranum, og svo Trisha Krishnan, einhver helsta þokkadís þessarar kvikmyndagerðar en móðir hennar er með í för og passar upp á að allt sé örugglega með felldu. Hópurinn frá Tollywood, sem er um tuttugu manns, hefur verið hér í heila viku og tekið upp efni fyrir tvö myndbönd við Skógafoss, Seljalandsfoss, Reynisdranga og Jökulsárlón, svo fátt eitt sé nefnt. Þau hafa reyndar verið á ferðalagi um alla Evrópu síðustu tuttugu daga til að taka upp borgarsenur fyrir myndina en Ísland leikur síðan aðalhlutverkið í tónlistarmyndböndunum. Elísabet segir að vinnulagið sé ekkert öðruvísi en það sem viðhaft var þegar Kollywood-liðið var hér á landi. Unnið sé frá morgni til kvölds. Reyndar gekk ekki allt eins og í sögu því tollurinn hleypti ekki öllum töskum Tollywood-fólksins í gegn og því varð uppi fótur og fit þegar einn kjóllinn varð eftir í Keflavík. Spurð hvort svona sparsamir kvikmyndagerðarmenn, sem setja það ekki fyrir sig að deila herbergjum, skili einhverjum gjaldeyri til landsins segir Elísabet svo vera. „Þetta eru einhverjir peningar." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp