Fleiri fréttir

Kreppa stöðvar Grammy-fara

„Það er mjög dýrt að fara þangað og taka þátt í þessu. Við búum ekki við þannig ástandi hér að við getum leyft okkur neinn munað,“ segir Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníusveitarinnar.

Draugaslóð tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna

Bókin Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur hefur verið tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna 2009. Norrænu barnabókaverðlaunin eru veitt af Nordisk skolebibliotekarforening, norrænum samtökum skólasafnskennara, sem Ísland er aðili að og var það Félag fagfólks á skólasöfnum sem tilnefndi Draugaslóð.

Ásdís Rán spurð út í Playboy-myndatökur

„Ef þú ert óþekkt er þér boðið að koma í prufutöku þar sem þú þarft að sitja fyrir nakinn. Þetta er oft tekið af sjálfstæðum ljósmyndurum sem eru að reyna að koma stelpum að í Playboy," segir Ásdís. „Eftir að myndirnar eru tilbúnar eru þær sendar fyrir stóra nefnd hjá Playboy og aðeins örfáar sem fá „já" og þeir taka yfirleitt bara inn stelpur frá Bandaríkjunum, nema þær séu stjörnur."

Áhyggjur Obama af þyngd Jessicu - myndband

Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru í gær af söngkonunni Jessicu Simpson, 28 ára, og myndbandsbút þar sem forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, gerir athugasemd við frétt um þyngdaraukningu Jessicu á forsíðu US Weekly. Á umræddri forsíðu er forsetinn látinn víkja fyrir mynd af Jessicu. Hér má sjá Obama koma með athugasemd um baráttu Jessicu við aukakílóin.

Mistök að klippa á Steingrím

„Það voru augljóslega gerð mistök, sem mér þykir miður og við biðjumst velvirðingar á. Það átti auðvitað ekki að rjúfa miðja ræðu, þótt handboltinn sé góður,“ segir Óðinn Jónsson, fréttastjóri hjá Ríkissjónvarpinu.

Lindsay óttaðist að láta lífið á fyrsta farrými

Hin 22 ára Lindsay Lohan ölli mikilli ringulreið þegar hún tók flug flug frá Tampa í Florída á laugardagsmorgun. Allt var upppantað á fyrsta farrými og ekkert pláss fyrir Lohan þar. Farþegum í fluginu var mjög brugðið við lætin í Lindsay, eftir því sem Fox fréttastofan segir frá. Þá þótti það nokkuð hjákátlegt þegar að Lohan bað vinkonu sína um að líta eftir sér ef hún dæi á almenna farrýminu.

Fljúgandi ráðherrar

„Ég veit ekki hvort starfið sé góður stökkpallur í pólitík en reynslan nýtist greinilega á fjölbreyttum vettvangi," segir Sigrún Jónsdóttir, forstýra Flugfreyjufélags Íslands, en sú einstaka staða hefur komið upp að það eru ekki bara ein, heldur tvær flugfreyjur sem gegna embætti ráðherra í nýstofnaðari ríkisstjórn.

Syngur eftir andlát móður og bróður - myndband

Leik- og söngkonan Jennifer Hudson hefur átt um sárt að binda síðan móðir hennar og bróðir voru skotin til bana á heimili þeirra í október á síðasta ári. Jennifer kom fram opinberlega í fyrsta sinn eftir hörmulegt atvikið í gær á Super Bowl á leik Arizona Cardinals og Pittsburgh Steelers á Raymond James leikvellinum í Tampa á Florída. Sjá og heyra Jennifer Hudson syngja bandaríska þjóðsönginn hér.

Íslenskar stjörnusminkur í Britain's Next Top Model

Í þessum töluðu orðum er Huggy ljósmyndari að mynda keppendur í raunveruleikaþættinum Britain´s Next Top Model í Bláa lóninu. Um 30 manns eru á settinu. Fólkið hefur veirð við störf síðan klukkan sjö í morgun. Þar má sjá íslensk fagfólk við störf eins og förðunarfræðingana Þórdísi Þorleifsdóttur, Önnu Rún Frímannsdóttir, Elínu Reynisdóttur og hárgreiðslukonuna Ragnheiði Bjarnadóttur.

Samkynhneigður páskabolti í Reykjavík

Alþjóðlegt fótboltamót samkynhneigðra, Iceland Express Cup, verður haldið hér á landi um páskana á vegum íþróttafélags samkynhneigðra karla, St. Styrmir. Þegar hafa átta erlend lið skráð sig, þar á meðal frá Danmörku, Englandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Einnig taka þátt tvö til þrjú lið á vegum Styrmis, auk nýstofnaðs íslensks lesbíuliðs, Lez Jungle, sem mun keppa við erlent lesbíulið.

Tómlegt í plötubúðum

Ólöglegt niðurhal hefur sett strik í reikning plötubúða um allan heim. Stórum plötubúðum með mikið og breitt úrval hefur fækkað á meðan litlar sérhæfðar plötubúðir þrauka. Á Íslandi er Skífan í hlutverki risans á meðan búðir eins og Smekkleysa og 12 tónar eru litlu sérhæfðu búðirnar.

Vígði danska tónleikahöll

„Þetta er æðislegt hús," segir söngkonan Bryndís Jakobsdóttir, eða Dísa, sem tók nýverið þátt í vígslu nýrrar tónleikahallar danska ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn. Söng hún fyrir framan um 1.500 gesti í 45 mínútur ásamt danska tónlistarmanninum Mads Mouritz og skáldkonunni Hørslev. Var þetta fyrsta tónlistaratriðið á dagskrá og því má segja að Dísa hafi vígt þessa glæsilegu höll með hljómfagurri rödd sinni.

Dansarar eru mennskir

Vinsælasta lagið á Íslandi í dag er „Human“ með The Killers frá Las Vegas. Texti lagsins hefur valdið ruglingi og deilum, sérstaklega línan „Are we human or are we dancer?“ – „Erum við mennskir eða erum við dansari?“. Þegar lagið kom út kallaði Entertainment Weekly textann „heimskulegasta texta ársins“ enda „eru flestir dansarar mennskir“. Rolling Stone kallaði línuna „klassíska Killers þvælu“.

Tónlistarmenn bera vitni í máli Jóhanns

Tveir breskir lögfræðingar komu hingað lands fyrir jól og ræddu við þrjá íslenska tónlistarmenn vegna málshöfðunar Jóhanns Helgasonar gegn norska lagahöfundinum Rolf Løvland.

Fékk ráðherraembætti í afmælisgjöf

Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna var kynnt sem nýr menntamálaráðherra á blaðamannafundi nýrrar ríkisstjórnar fyrir stundu. Þar kom einnig fram að Katrín eryngsti ráðherrann í ríkisstjórninni en hún er 33 ára gömul í dag.

Herra heilbrigði gripinn með hasspípu

Sundkappinn Michael Phelps sló flestum öðrum við á Ólympíuleikunum í Peking í sumar. Hann er fjórtánfaldur Ólympíugullverðlaunahafi og sumir myndu segja táknmynd heilbrigðarinnar og mikil fyrirmynd. Breska götublaðið News of the World birtir hinsvegar mynd af Phelps í dag þar sem hann sést reykja hasspípu.

Hera Björk hreppti annað sætið

Söngkonan Hera Björk hafnaði í öðru sæti í undankeppni Eurovision í Danmörku í kvöld. Hera söng lagið Someday í úrslitaþættinum í kvöld ásamt fimm manna bakraddakór. Hún vakti mikla athygli og var um tíma spáð sigri. Það var Niels Brinck frá Árósum sem sigraði keppnina, en hann söng lagið Believe Again.

Búsáhaldaboogie á NASA í kvöld

Við þurfum hugarfarsbreytingu og róttækar breytingar á meingölluðu valdakerfi okkar sagði Hörður Torfason á 17. fundi Radda fólksins og krafðist þess að forseti Íslands myndaði utanþingsstjórn. Um 2000 manns mættu á sigurhátíð á Austurvelli í dag.

Hörð barátta í Eurovision

Í kvöld verður fjórði og síðasti þátturinn í fyrstu umferð Söngvakeppni Sjónvarpsins, þar sem valið verður framlag Íslands í Eurovision söngvakeppnina sem fer fram í Moskvu. Fjögur lög verða flutt í kvöld og meðal þeirra er lagið ROSES, sem er eftir Trausta Bjarnason og flutt af Höllu Vilhjálmsdóttur. Trausti hefur áður komist í úrslit Söngvakeppninnar og var lag hans Þér við hlið í öðru sæti í keppninni árið 2006.

15 ára skákmeistari Reykjavíkur

Hinn 15 ára Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði á Skeljungsmótinu - Skákþingi Reykjavíkur sem lauk í gær ásamt Þorvarði F. Ólafssyni. Þar sem Þorvarður er hvorki í Reykjavíkurtaflfélagi né Reykvíkingur telst Hjörvar Steinn Grétarsson vera skákmeistari Reykjavíkur.

Jón Gerald sendir frá sér fjórða hlutann

Jón Gerald Sullenberger hefur nú sent frá sér fjórða kaflann úr röðinni, Leppar og Leynifélög. Myndböndin hafa vakið nokkra athygli en í orðsendingu frá Jóni segir að takmarkið sé alltaf það sama.

Sýning sýninganna frumsýnd í kvöld

Nemendaópera Söngskólans frumsýnir splunkunýjan söngleik í samvinnu við Íslensku óperuna í kvöld klukkan 20. Verkið ber heitið The Show Must Go On! og byggir á tónlist ur þekktum söngleikjum og dægurperlum frá ýmsum heimshornum. Söguþráður og samtöl koma úr smiðju söngvaranna sjálfra. ,,Hér er um að ræða sýningu sýninganna," segir Pétur Oddbergur Heimisson, einn af söngvurunum, í samtali við Vísi og hlær.

Gwen og strákarnir - myndir

Eins og meðfylgjandi myndir sýna var söngkonan Gwen Stefani, 39 ára, ásamt sonum hennar, Kingston Rossdale og Zuma Rossdale stödd í almenningsgarði í Kaliforníu. Zuma er 4 mánaða gamall og Kingston rúmlega tveggja ára.

Auddi jákvæður og til í alls konar flipp

Ég og Auddi ætlum að stunda mök saman í Portúgal. Ég veit að hann er jákvæður og opinn fyrir öllu. Hann er jákvæður strákur og til í alls konar flipp. Við ætlum að taka gott gott flipp á þetta," segir Störe. Ég, Auddi og fjórir heppnir förum út. En ég og Auddi ætlum að stunda mök saman í Portúgal. Ég veit að hann er jákvæður og opinn fyrir öllu, mjög jákvæður strákur og til í alls konar flipp. Við ætlum að taka gott gott flipp á þetta," segir Störe. Nei, það koma engar stelpur með en við ætlum að sjá hvort þetta verði Kasinó fyrir ellilífeyrisþegana," segir Störe.

Í dúndurform á mettíma - myndir

Leikkonan Rebecca Romijn var mynduð á göngu í Kaliforníu. Það sem þykir fréttnæmt er líkami leikkonunnar en hún eignaðist tvíbura í desember með leikaranum Jerrie O´Connell. Þau eignuðust tvíburastelpurnar, Dolly Rebeccu Rose og Charlie Tamara Tulip.

Horuð og hamingjusöm - myndir

Líkamsþyngd Angelinu Jolie er áhyggjuefni slúðurmiðla vestan hafs sem halda því fram að hún hafi lést of hratt og of mikið eftir fæðingu tvíburanna. Burtséð frá því er Angelina ánægð með lífið: „Ég veit fátt betra en að sjá Brad vakna á morgnana með börnunum okkar og hvernig að hann hlúir að fjölskyldunni."

Eldrauð Renee - myndir

Eins og myndirnar sýna var leikkonan Renee Zellweger, 39 ára, klædd í rautt fyrir utan Ed Sullivan leikhúsið í New York. Leikkonan var á leið sinni í þáttinn Late Show With David Letterman í gærkvöldi. Renee viðurkennir að hún er hrifin af Jimmy Carter: „Ég er skotin í Jimmy Carter og viðurkenni það fúslega. Hann er einstök manneskja sem semur ljóð," segir Renee.

Marta María hætt

Marta María Jónasdóttir er hætt störfum sem ritstjóri Föstudags, tólf síðna fylgiblaði Fréttablaðsins. Vísir hafði samband samband við Jón Kaldal og spurði hann út í framtíð blaðsins. „Marta María hefur staðið sig frábærlega við að byggja upp gott blað en Föstudagur mun framvegis vera á ábyrgð annarra deilda innan Fréttablaðsins en ekki undir sjálfstæðri ritstjórn,“ svarar Jón Kaldal. Marta á von á öðru barni í júli og er á leið í prismanám sem er dimplómanám með áherslu á listfræði og heimspeki.

57 ára Anjelica Huston á bikiní - myndir

Leikkonan Anjelica Huston sem fór með hlutverk Moritcia Addams í kvikmyndinni Addams Family var mynduð í Karabíska hafinu í gærdag. Anjelica, sem er 57 ára, lét ljósmyndara sem mynduðu hana bregða á leik á ströndinni ekki angra sig eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Á annað hundrað para á Bridgehátíð

Bridgehátíð 2009 var sett á Hótel Loftleiðum klukkan 19:00 í kvöld. Mótið settu þau Elínborg Magnadóttir ráðstefnustjóri og Sveinn Eiríksson frá Bridgesambandi Íslands.

Ashton Kutcher snarbrjálaður - myndband

Leikarinn Ashton Kutcher og eiginkona hans, leikkonan Demi Moore, eru öskureið út í nágranna sína. Eins og myndskeiðið sýnir er Ashton brjálaður yfir því að nágrannarnir vekja hann með látum klukkan 7:00 í morgunsárið. Horfa á myndbandið þar sem leikarinn skammast út í nágrannana á heimili hans og Demi hér.

Dorrit ferðast á almennu farrými

Dorrit Moussaief forsetafrú vakti athygli í flugvél Icelandair á leið til Lundúna í morgun fyrir að ferðast á almennu farrými. Einnig hafa bankamennirnir Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson ferðast undanfarið á almennu farrými. Vísir hafði samband við Guðjón Arngrímsson blaðafulltrúa Icelandair til að forvitnast um notkun Íslendinga á Saga Class: „Auðvitað hafa ferðalög Íslendinga snarminnkað og þar á meðal ferðalög í viðskiptaerindum. Við byrjuðum með nýtt farrými í haust sem heitir Economy comfort en það er millistig milli almenns farrýmis og Saga class," svarar Guðjón. „Við erum að þróa þjónstuna í takt við breytingarnar sem eiga sér stað."

Íslendingar opna Serrano í Svíþjóð

„Við höfum rekið Serrano í sex ár á Íslandi og það hefur gengið rosalega vel en á Íslandi eru takmarkaðir möguleikar á að stækka og okkur leist best á Svíþjóð," svarar Einar Örn Einarsson sem stofnaði og rekur Serrano veitingahúsin ásamt Emil Helga Lárussyni. „Þetta hefur verið eitt og hálft ár í undirbúngi. Fyrir tveimur árum ákváðum við að fara til Stokkhólms. Það er borg sem ég kunni mjög vel við. Það var erfitt að finna staðsetninguna en við höfum verið heppnir," segir Einar Örn.

Angelina ráðleggur Slumdog Millionaire-stjörnu

Leikkonan Freida Pinto, 24 ára, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Slumdog Millionaire og hlaut í kjölfarið heimsfrægð, var mynduð á leið í viðtal í Los Angeles í gærdag. Eins og myndirnar sýna hafði Freida áhyggjur af því tennur hennar væru hreinar fyrir umrætt viðtal.

Sjötta sætið í Bocuse d'Or

Ragnar Ómarsson, kokkur á veitingastaðnum Domo, hafnaði í sjöunda sæti í hinni virtu matreiðslukeppni Bocuse d'Or, sem fram fór í Lyon í vikunni.

Ómáluð Uma - myndir

Leikkonan Uma Thurman, 38 ára, var mynduð fyrir utan heimili sitt í gærdag á Manhattan í New York. Eins og myndirnar sýna var Uma ómáluð með húfu í síðri kápu. Í fyrstu hélt leikkonan að hún væri sloppin undan ágengum ljósmyndurum en allt kom fyrir ekki.

Skilnaðaralda á Íslandi

„Já það er skilnaðaralda í gangi," svarar Sigríður Klingenberg og segir: „En ég tel að 60% hjónabanda ganga saman aftur þegar fólk fer að hugsa á öðrum balans." „Ég hef aldrei frá því að ég byrjaði að vinna með skjólstæðinga mína orðið vör við svona mikið af skilnuðum," segir Sigríður. „Í öllum tilfellum má heita að það eru konurnar það er eins og þær bregðist öðruvísi við þegar hlutirnir ganga verr. Það er búið að vera mikil streita á heimilunum sem kemur niður á börnunum. Spennan er gífurleg. Ég tel samt að mikið af þessu fólki tekur saman þegar vorar því þetta er tímabundið ástand," segir Sigríður.

Paris Hilton opnar sig - myndband

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Paris Hilton taka viðtal við söngkonuna Lady Gaga, 22 ára. Þær dást innilega að hvor í viðtalinu sem má sjá hér. Lady GaGa syngur lögin Just Dance og Poker Face sem hafa náð gífurlegum vinsældum beggja vegna Atlantshafsins.

Leikstjóri Thriller í mál við Jackson

Leikstjóri hins víðfræga myndbands Michaels Jackson, Thriller, er nú kominn í málaferli gegn tónlistarmanninum. Leikstjórinn, John Landis, telur Jackson hafa brotið höfundarrétt með því að hafa ekki veitt honum umsamda hlutdeild í tekjum af myndbandinu.

Brotthvarf Geirs og Davíðs áfall fyrir Örn Árnason

Örn Árnason leikari og Spaugsstofumeðlimur segist vera að kanna hverjar atvinnuleysisbæturnar séu á mánuði í ljósi nýjustu tíðinda úr pólitíkinni. Örn hefur síðustu árin farið með hlutverk Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Nú er ljóst að Geir hverfur af sviði stjórnmálanna og væntanleg ný ríkisstjórn ætlar að reka Davíð úr seðlabankanum. „Ég fæ kannski Össur," segir Örn.

Mezzoforte afþakkar tónleikaboð frá Ísrael

Hljómsveitin Mezzoforte fékk boð um að spila á tónleikahátíð í Ísrael seinna á árinu. Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari sveitarinnar segir aldrei neitt annað hafa komið til greina en að afþakka boðið vegna hernaðaraðgerða Ísraela undanfarið. Hann segir Mezzofortemenn þó vera nokkuð bjartsýna á árið 2009 en sveitin hefur spilað á 20-50 tónleikum á ári undanfarið.

Dreifðu klinki við Seðlabankann

Nemendur í hönnunardeild Listaháskólans lögðu á milli 13 og 16 í dag 12,793 krónur á jörðina við andyri Seðlabanka Íslands. Með þessu vildu þeir vekja athygli á þeim mikla fjölda manna sem er nú án atvinnu á Íslandi.

Vísir tilnefndur sem besti afþreyingarvefurinn

Íslensku vefverðlaunin verða veitt í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi þann 30.janúar næstkomandi. SVEF hefur kynnt þá vefi sem dómnefnd Vefverðlaunanna 2008 hefur valið til úrslita. Vísir er tilnefndur í flokknum besti afþreyingarvefurinn en Vísir hlaut verðlaunin í fyrra. Allar tilnefningarnar má sjá hér að neðan.

Sjá næstu 50 fréttir