Fleiri fréttir

Marín Manda heldur jólin í Danmörku

„Ég fagna jólunum með tengdafjölskyldunni minni í ár hér í Kaupmannahöfn," svarar Marín Manda Magnúsdóttir sem er búsett í Danmörku þar sem hún rekur barnafataverslun þegar Vísir spyr um hennar jólahald.

Séra Vigfús: Þetta er sérstök stund

Stöð 2, Bylgjan og Vísir verða með beina útsendingu í opinni dagskrá frá aftansöng í Grafarvogskirkju á aðfangadag. Vísir hafði samband við séra Vigfús Þór Árnason sem sér um athöfnina og hefst beina útsendingin um leið og kirkjuklukkur hringja inn jólin klukkan sex. „Margir fara í kirkju en flestir eru heima. Fjöldi fólks notfærir sér nútímatækni með því að hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp. Það sem er skemmtilegt við þessa messu er að Vísir sendir hana um allan heim," segir Vigfús.

Tveggja ára snáði gaf happdrættisvinning til barnaspítalans

Vökudeild Barnaspítala Hringsins fékk nýlega höfðinglega gjöf frá hinum tveggja ára gamla Gunnari Helga Stefánssyni og fjölskyldu hans. Um er að ræða 900.000 krónur sem hann vann í Happdrætti Háskóla Íslands og ákvað fjölskyldan að láta féð renna til tækjakaupa fyrir vökudeildina.

Grænt hlaðborð hjá Sollu á aðfangadag

Á aðfangadag þá er ég með grænt hlaðborð," svarar Sólveig Eiríksdóttir aðspurð hvort hún vilji upplýsa hvað hún ætlar að hafa á boðstólnum á aðfangadagskvöld. „Hlaðborðið saman stendur meðal annars af sérstaklega góðu salati með allskonar grænmeti, granateplum, marineruðu brokkolí og fleiru."

Madonna og Jesus heitasta parið í dag

Madonna hefur undanfarna daga sést í tygjum með nýjum manni. Sagt er að svo mikill sé kærleikurinn á milli þeirra að þau megi varla af hvort öðru sjá.

Britney bakkar - myndir

Söngkonan Britney Spears, 27 ára, var mynduð í gærkvöldi við stýrið þar sem hún bakkaði frá dansstúdíói í Los Angeles eftir að hún prufaði dansara sem hún ætlar að ráða í vinnu.

Bjartasta vonin

Bjartasta vonin í íslensku tónlistarlífi er valin af dómnefnd í samvinnu við fulltrúa ÍTR

Rödd ársins

Þau eru tilnefnd í flokkinum Rödd ársins

Lag ársins

Þessi lög eru tilnefnd í flokkinum lag ársins

Höfundur ársins

Þessir listamenn eru tilnefndir sem höfundar ársins

Upp með mér að mála Vigdísi

Eins og myndirnar sýna fræddi Elín Reynisdóttir förðunarfræðingur fjölda kvenna í verslun Make up store í Smáralindinni um andlitsförðun. Vísir hafði samband við Elínu og Margréti R. Jónasdóttur eiganda Make up store og spurði þær út í námskeiðin og hátíðarförðun. „Það sem ég er að leggja áherslu á á hópnámskeiðunum

Georg seldur í 30 þúsund eintökum

DVD-útgáfa með sjónvarpsþáttaröðinni Dagvaktinni hefur náð þeim áfanga að seljast í yfir 10 þúsund eintökum og er þar með komin í platínusölu.

„Ég hef alltaf verið á galopnu fyrir þjóðinni"

Bryndís Schram leiðir lesendur um lönd og álfur í nýrri bók, Í sól og skugga, sem er einskonar minningasyrpa fremur en hefðbundin ævisaga. Vísir hafði samband við Bryndísi, sem er framúrskarandi sögumaður sem hefur frá mörgu áhugaverðu og skemmtilegu að segja.

Fylgist með jólasölunni aðeins 14 ára

„Þessir dagar eru þaktir þéttri dagskrá hjá mér því ég hef nýlokið við að gefa út dvd-diskinn minn, Auga fyrir auga," svarar Árni Beinteinn Árnason, 14 ára þegar Vísir spyr hann frétta. „Ég fer daglega í helstu búðir til að athuga hvort að allt sé ekki á sínum stað og fylgjast með sölunni og er svo að reyna að láta fólk vita af þessu eftir fremsta megni."

Upptaka með Lennon ölvuðum seldist á uppboði

Hljóðupptaka frá 1973 af flutningi John Lennon á laginu Just Because, þar sem Bítillinn heitni er greinilega vel við skál, seldist fyrir 30 þúsund dollara á uppboði í Los Angeles um helgina.

Flytja til Frakklands

Brad Pitt, Angelina Jolie og börnin þeirra sex hafa ákveðið að setjast að í Frakklandi, Þetta staðfestir Pitt í samtali við tímaritið Hello. Hann viðurkennir að þessi þeytingur sem kvikmyndastjörnur þurfi sífellt að vera á hafi ekki farið vel í börnin og að nú þurfi þau einhvern fastan samastað. „Þau hafa farið heimshornanna á milli og verið á stöðugum flækingi undanfarið ár. Þetta gengur ekki lengur og við viljum búa þeim alvöru heimili.“

De Niro-veggspjald gagnrýnt

Siðanefnd samtaka auglýsenda í Bretlandi hefur úrskurðað að staðsetning kvikmyndaplakats nýjustu kvikmyndar Roberts De Niro og Al Pacino, Righteous Kill, hafi verið óviðeigandi á sínum tíma. Plakatinu var komið fyrir á Stockwell-lestastöðinni á meðan rannsókn fór fram á máli Jean Charles de Menezes sem myrtur var af breskum lögregluþjónum skömmu eftir hryðjuverkaárásirnar í London í júlí.

Kjötborg í valdar verslanir

Verðlaunamyndin Kjötborg er komin út á DVD. Hún verður þó ekki til sölu í hefðbundnum verslunum heldur í völdum búðum. Þeirra á meðal eru herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, Skaftfell á Seyðisfirði, Brynja og Ranimosk á Laugaveginum og svona mætti lengi telja; allt verslanir sem ekki eru hluti af stórum verslanakeðjum. Enda segir Hulda að þeir bræður séu síðasta vígi smákaupsverslunar á Íslandi. „Og þeir berjast fyrir að halda henni á lífi með kímnigáfuna og kærleikann að vopni,“ bætir Hulda við.

Björk og Jón Gnarr í Norræna

Jóladagatal Norræna hússins býður upp á tvo landskunna listamenn síðustu dagana fyrir jól, en allan þennan mánuð hafa ýmsir troðið þar upp og hefur ekki verið tilkynnt hvaða gestir verða á ferðinni þar til nú. Dagatalið fer þannig fram að á hverjum degi kl. 12.34 eru ýmsir listamenn með uppákomu í 15-20 mínútur. Eins og vera ber í jóladagatali veit maður ekki fyrirfram hvað er bakvið hvern glugga, en víst er að listamennirnir sem taka þátt í dagatalinu eru meðal þeirra fremstu á Íslandi.

Drepur ekki vini sína

„Þetta er algjör óþarfi og í raun rakinn óþverraskapur að gera „mig“ að Haukamanni. Og hann viðurkennir að það var með vilja gert!“ segir Gunnar Viktorsson, sjúkraþjálfari og FH-ingur fram í fingurgóma. „Sagðist meira að segja hafa hlegið upphátt þegar hann skrifaði það!“

Reisir Eiffelturn Suðurnesja

Guðmundur Rúnar Lúðvíksson varð þekktur á níunda áratugnum fyrir lög á borð við Súrmjólk í hádeginu. Nú er hann með nýtt verkefni á teikniborðinu sem á eftir að vekja mikla athygli.

Krimmar gefa krimma í jólagjöf

Fangar á Litla-Hrauni fá góðan glaðning í dag þegar fulltrúar frá Félagi bókaútgefanda mæta með hundruð bóka sem ætlað er að verði pakkað inn til ættingja og vina, komið fyrir á bókasafni fangelsisins auk þess sem kokkarnir fá sinn skerf; úrval matreiðslubóka. Fangarnir á Litla-Hrauni eru nefnilega með sitt eigið eldhús og geta því gripið í uppflettiritin þegar svo á við.

Fékk stóra köku í afmælisgjöf

Leikkonan Katie Holmes varð þrítug síðastliðinn fimmtudag. Hátíðarhöld voru þó af skornum skammti vegna þátttöku hennar í leikritinu All My Sons í New York-borg.

Loftkastalinn opnaður á ný

Nýtt atvinnuleikhús hefur göngu sína í Reykjavík í vor: Bjarni Haukur Þórsson leikhúsmaður hefur náð samkomulagi við eigendur Loftkastalans við Seljaveg um leigu á leikhúsaðstöðu þar og hyggst reka þar alþýðuleikhús og stefnir á fyrstu frumsýningu í vor.

Fengu bætur

Bresku grínistarnir Matt Lucas og David Walliams hafa unnið skaðabótamál sem þeir höfðuðu gegn breska tímaritinu The Daily Star Sunday. Í frétt þess frá því í september voru þeir sakaðir um að hafa misboðið samtökum samkynhneigðra í þætti sínum Little Britain USA.

Draumur margra kvenna varð að veruleika

„Ég held að það hafi verið draumur margra kvenna að vera „personal shopper" en enginn hafi látið sér detta í hug að gera þetta," segir Andrés Jónsson lífskúnstner og upplýsingafulltrúi Iceland Express. Þegar gjaldeyriskreppan skall á ákvað Iceland Express að markaðssetja Reykjavík sem verslunarborg.

Alba og eiginmaður fögnuðu hjónavígslunni

Jessica Alba og eiginmaður hennar, Cashole Warren, héldu brúðkaupsveislu á heimili sínu nú um helgina. Parið lét pússa sig saman hjá dómara í Los Angeles fyrr í mánuðinum. Hamingjusömu hjónin höfðu nýfætt barn sitt hjá sér þegar að þau fögnuðu hjónavígslunni.

Sigur Rós á lista með Beyoncé og Coldplay

Með suð í eyrum við spilum endalaust, nýjasta plata Sigur Rósar, er í tíunda sæti á árslista bandaríska tímaritsins Entertainment Weekley yfir bestu plötur ársins.

Réttur er settur

Tökur á spennuþáttaröðinni Réttur eru hafnar og ganga að sögn Magnúsar Viðar Sigurðssonar, framleiðanda, mjög vel. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu eru lögfræðingar í aðalhlutverki í þáttunum og fara tökur í dómsal fram í héraðsdómi Reykjanes. „Við fengum góðfúslegt leyfi hjá forsvarsmönnum hússins að fá að taka upp þegar ekkert væri að gerast í sölunum,“ segir Magnús.

Alþýðukona leggur útrásarforsetann

„Jú, jú, þetta eru nánast landráð. Og ég vona að forsetinn fyrirgefi mér þetta,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, rithöfundur og sjónvarpsmaður. Og bætir við: „En það er í takt við tíðarandann að alþýðukona leggi útrásarforsetann.“

Allar flottustu svíturnar upppantaðar um áramótin

Allar dýrustu svítur Reykjavíkur eru upppantaðar yfir áramótin. Fréttablaðið hafði samband við hótelstjóra fjögurra frægustu hótela höfuðborgarinnar og alls staðar var sama sagan; hvergi var hægt að panta svítu á gamlárskvöld, þær væru upppantaðar.

Þriðju kynslóðar lúðraþeytir

„Þetta gekk mjög vel. Mjög gaman og frábær lífsreynsla,“ sagði Baldvin Oddsson, fjórtán ára trompetleikari, eftir að hafa spilað einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í gær.

Úr þinginu í orgelleik um jól

Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur fengið það vandasama verkefni að vera organisti í Flateyrarkirkju á aðfangadag. „Ég var organisti þarna meðfram öðrum störfum eftir snjóflóðið 1995 en þá vann ég í verksmiðjunni Skelfiskur,“ segir Illugi. „Ég hafði svo sem ekki mikinn bakgrunn í orgelspili en ég tók þetta að mér að spila í messunum og ætli mér hafi ekki orðið einstaka sinnum á í messunni líka,“ segir hann og hlær við.

Melrose Place pía situr fyrir í Playboy

Hin hálffimmtuga Lisa Rinna sem þekktust er fyrir leik sinn í Melrose Place þáttunum hefur samþykkt tilboð Hughs Hefner um að sitja klæðalítil fyrir í Playboy.

Brotist inn hjá Paris Hilton

Brotist var inn á heimili Parisar Hilton í gær og er talið að skartgripum að andvirði tveimur milljónum bandaríkjadala hafi verið stolið í innbrotinu. Lögreglan segir að sést hafi til grunsamlegs manns koma inn um framdyrnar og ráðast inn í svefnherbergi Hiltons þegar að hún var stödd fjarri heimili sínu.

Samningur RÚV og Ólafsfells í hönk

Ólafsfell, fyrirtæki Björgólfs Guðmundssonar, mun á næstu dögum fara þess á leit við forsvarsmenn Ríkisútvarpsins að tvíhliða samningur þeirra um framleiðslu á leiknu efni verði tekinn til endurskoðunar. Samningurinn var gerður til þriggja ára og átti að tryggja fjármagn til sjálfstæðra framleiðenda sem vildu framleiða leikið efni fyrir RÚV.

Slökkviliðið fækkar fötum

Slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu útbjuggu dagatal með myndum af fjórtán fáklæddum slökkviliðsmönnum og selja í fjáröflunarskyni.

Sjá næstu 50 fréttir