Lífið

Séra Vigfús: Þetta er sérstök stund

Séra Vigfús Þór Árnason.
Séra Vigfús Þór Árnason.

Stöð 2, Bylgjan og Vísir verða með beina útsendingu í opinni dagskrá frá aftansöng í Grafarvogskirkju á aðfangadag.

 

Vísir hafði samband við séra Vigfús Þór Árnason sem sér um athöfnina og hefst beina útsendingin um leið og kirkjuklukkur hringja inn jólin klukkan sex.

Grafarvogskirkja.

„Margir fara í kirkju en flestir eru heima. Fjöldi fólks notfærir sér nútímatækni með því að hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp. Það sem er skemmtilegt við þessa messu er að Vísir sendir hana um allan heim," segir Vigfús.

„Ég fékk tugi tölvupósta í fyrra. Eitt var frá læknum í Skotlandi. Þeir, ásamt fjölskyldum sínum, horfðu á Visir og það var víst táraflóð. Þau sátu öll saman á aðfangadag í íslenskri messu."

„Það hringdi til dæmis í mig áttræð kona frá Ástralíu. Hún hafði verið organisti í 40 ár í litlum bæ. Fyrir henni var íslenska messan stærsta jólagjöfin. Hún hafði frétt af þessu og horfði," segir Vigfús. 

 

„Egill Ólafsson syngur í tólfta sinn hjá okkur í ár. Já, þetta er sérstök stund. Alltaf um þúsund manns sem mætir. Yfirfull kirkjan," segir Vigfús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.