Lífið

Björk og Jón Gnarr í Norræna

Björk Guðmundsdóttir treður upp í jóladagatali Norræna hússins í dag eða á morgun.
Björk Guðmundsdóttir treður upp í jóladagatali Norræna hússins í dag eða á morgun.

Jóladagatal Norræna hússins býður upp á tvo landskunna listamenn síðustu dagana fyrir jól, en allan þennan mánuð hafa ýmsir troðið þar upp og hefur ekki verið tilkynnt hvaða gestir verða á ferðinni þar til nú. Dagatalið fer þannig fram að á hverjum degi kl. 12.34 eru ýmsir listamenn með uppákomu í 15-20 mínútur. Eins og vera ber í jóladagatali veit maður ekki fyrirfram hvað er bakvið hvern glugga, en víst er að listamennirnir sem taka þátt í dagatalinu eru meðal þeirra fremstu á Íslandi.

Í dag og á morgun er von á tveimur góðum gestum. Lífskúnstnerinn og leikarinn Jón Gnarr verður annan daginn en hinn gerist sá fáheyrði atburður að Björk Guðmundsdóttir verður andlit dagatalsins. Það er sem sagt búið að kíkja en ekki fást menn til að greina hvort þeirra verður á ferðinni í dag eða á morgun. Það er því best að mæta báða dagana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.