Lífið

Fengu bætur

Bresku grínistarnir í Little Britain hafa unnið skaðabótamál sem þeir höfðuðu gegn Daily Star Sunday.
Bresku grínistarnir í Little Britain hafa unnið skaðabótamál sem þeir höfðuðu gegn Daily Star Sunday.

Bresku grínistarnir Matt Lucas og David Walliams hafa unnið skaðabótamál sem þeir höfðuðu gegn breska tímaritinu The Daily Star Sunday. Í frétt þess frá því í september voru þeir sakaðir um að hafa misboðið samtökum samkynhneigðra í þætti sínum Little Britain USA.

Við réttarhöldin kom fram að samtökin sem um ræddi eru ekki til og var fréttin því algjör uppspuni frá rótum. „Ásakanirnar voru mjög særandi vegna þess að Walliams og Lucas töldu að rangt hefði verið greint frá sambandi þeirra við stóran aðdáendahóp sinn, hóp samkynhneigðra,“ sagði lögfræðingur þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.