Lífið

Fékk stóra köku í afmælisgjöf

Tom Cruise sendi eiginkonunni risastóra köku í tilefni af þrítugsafmæli hennar.
Tom Cruise sendi eiginkonunni risastóra köku í tilefni af þrítugsafmæli hennar. nordicphotos/getty

Leikkonan Katie Holmes varð þrítug síðastliðinn fimmtudag. Hátíðarhöld voru þó af skornum skammti vegna þátttöku hennar í leikritinu All My Sons í New York-borg.

Eiginmaður hennar, Tom Cruise, var einnig fjarverandi vegna frumsýningar á nýjustu mynd sinni Valkyrie, sem gerist í síðari heimsstyrjöldinni. Honum tókst engu síður að koma henni á óvart með því að senda henni risastóra afmælisköku sem var afhjúpuð eftir uppklappið í lok sýningarinnar. Með kökunni fylgdu skilaboð sem mótleikari Katie, John Lithgow, las upp fyrir áhorfendur. „Tom Cruise, góðvinur okkar, aðdáandi leikritsins og eiginmaður Katie, gat ekki verið hérna í kvöld,“ sagði Lithgow. „Hann er mjög svekktur yfir því að hafa ekki komist en vildi að fólk fyndi fyrir nærveru hans. Hann býður því ykkur öllum að halda upp á afmæli Katie.“

Hún var vitaskuld hæstánægð með uppátækið og þakkaði áhorfendunum sem sungu fyrir hana afmælissönginn: „Takk fyrir að hafa komið á sýninguna. Það var virkilega gaman að hafa ykkur,“ sagði Katie, hrærð yfir hlýhug þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.