Lífið

Réttur er settur

Helgi Jóhannesson, lögfræðingur, leikur lítið hlutverk í Rétti.
Helgi Jóhannesson, lögfræðingur, leikur lítið hlutverk í Rétti.

Tökur á spennuþáttaröðinni Réttur eru hafnar og ganga að sögn Magnúsar Viðar Sigurðssonar, framleiðanda, mjög vel. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu eru lögfræðingar í aðalhlutverki í þáttunum og fara tökur í dómsal fram í héraðsdómi Reykjanes. „Við fengum góðfúslegt leyfi hjá forsvarsmönnum hússins að fá að taka upp þegar ekkert væri að gerast í sölunum,“ segir Magnús.

Hugsað er fyrir hverju smáatriði í þáttunum og fengu aðstandendur Réttar meðal annars afnot af dómaraskikkjum frá félagi Laganema, Orator. Fjöldi lögfræðinga hefur jafnframt komið að gerð handritsins, lesið það yfir og stílfært svo að það sé í takt við íslenskt réttarkerfi. Og til að glæða þættina enn raunverulegri blæ mun einn virtasti lögfræðingur landsins, Helgi Jóhannesson, leika lítið hlutverk í þáttunum.

„Já, hann setti það sem skilyrði þegar hann las yfir handritið,” segir Magnús í léttum dúr. Sýningar á Rétti hefjast á Stöð 2 í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.