Lífið

Sigur Rós á lista með Beyoncé og Coldplay

Í góðum hópi Sigur Rós eru í hópi með Coldplay og Beyoncé á topplista bandaríska tímaritsins EW sem gefið er út undir merkjum fjölmiðlarisans CNN.
Í góðum hópi Sigur Rós eru í hópi með Coldplay og Beyoncé á topplista bandaríska tímaritsins EW sem gefið er út undir merkjum fjölmiðlarisans CNN.

Með suð í eyrum við spilum endalaust, nýjasta plata Sigur Rósar, er í tíunda sæti á árslista bandaríska tímaritsins Entertainment Weekley yfir bestu plötur ársins.

Sigur Rós er í ansi góðum félagsskap á lista gagnrýnandans Leah Greenblatt. Meðal sessunauta þeirra á topp tíu-listanum er plata strákanna í Coldplay, Viva La Vida, og breiðskífa söngdívunnar Beyoncé. Aðrir á listanum eru meðal annars plötur frá rapparanum Lil Wayne og söngkonunum Erykuh Badu og Robyn auk Santogold.

Greenplatt segir í umsögn sinni að meðlimir Sigur Rósar séu af öðrum heimi þótt þeir séu opinberlega frá Íslandi. Hann hrósar þeim í hástert og segir þá hafa náð fullkomnum tökum á tónlistarsköpun sinni. Greenblatt segir litlu skipta þó Sigur Rós syngi á íslensku, þeir gætu þess vegna sungið á esperantó, það kæmi ekki að sök og myndi ekki hafa nein áhrif á mátt tónlistar þeirra.

Sigur Rós er eina sveitin sem ekki syngur á ensku á listanum en í sætinu fyrir neðan þá er til að mynda rappdiskur Lil Wayne, Carter III. Coldplay hreppir sjötta sætið á listanum með plötu sína Viva La Vida og Beyoncé er í öðru sæti með diskinn I Am … Sasha Fierce. Plata Brooklyn-sveitarinnar TV on the Radio, Dear Science, var valin besta plata ársins af Leah Greenblatt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.