Fleiri fréttir

Cruise hamingjusamur með Holmes

Tom Cruise segist ánægður í sambandi sínu með leikkonunni Katie Holmes. Cruise, sem er sextán árum eldri en Holmes, hefur verið að hitta Holmes síðustu vikur.

J-Lo hefur áhuga á forsetastólnum

Jennifer Lopez segist hafa áhuga á að verða fyrsta konan til að vera kosin forseti Bandaríkjanna. Henni finnst þó að Hvíta Húsið þyrfti smá andlitslyftingu áður en hún flytti inn.

Usher ætlar að hætta snemma

Usher segist hafa í huga að láta snemma af störfum. Söngvarinn segist hamingjusamur þegar hann vinnur mikið vegna þess að hann veit að það gefur honum kost á að slappa af í komandi framtíð.

Kynningarmiðstöð myndlistar opnuð

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar verður opnuð á morgun. Hlutverk hennar er einkum að kynna íslenska myndlist og listamenn á erlendri grund og renna stoðum undir samstarf innlendra og erlendra listamanna. Forstöðumaður miðstöðvarinnar er Þjóðverjinn dr. Christian Schoen og er aðsetur miðstöðvarinnar í Hafnarstræti í Reykjavík.

Shadows-liðar komnir til landsins

Breska hljómsveitin Shadows lenti klukkan 15 í dag á Keflavíkurvelli. Hún mun halda eina tónleika í Kaplakrika í Hafnarfirði annað kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hljómsveitin kemur hingað til lands en síðast kom hún árið 1985 og hélt þá þrenna tónleika á Broadway.

Fjórði SSX í framleiðslu

Fjórði leikurinn í verðlaunaseríunni SSX er í framleiðslu hjá EA í Vancouver, Kanada, en leikurinn mun heita SSX On Tour. SSX serían hefur unnið ótal verðlaun um allan heim og er fjórða leik seríunnar beðið með mikili eftirvæntingu.

Veik fyrir hvítum fötum

Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikkona á gullhælaskó sem eru einstakir í veröldinni. </font /></b />

Hvolpur að Leirum leitar eiganda

Nokkur fjöldi fólks hefur haft samband við hundahótelið að Leirum vegna fjögurra mánaða gamals hvolps sem ekki hefur verið vitjað. Hvolpurinn fjörugi hefur þó ekki enn eignast nýja fjölskyldu. Hreiðar Karlsson, eigandi hundahótelsins, hefur ákveðið að framlengja dvöl hundsins í þeirri von að einhver vilji gefa honum tækifæri á lífinu.

Lofa skuggalega miklu stuði

Hljómsveitin Shadows lofar skuggalega miklu stuði í Kaplakrika annað kvöld þar sem hún mun spila gamla og góða slagara.

Glöð á sálinni eftir fiskát

Alexía Björg Jóhannesdóttir leikkona hefur alltaf verið hrædd við líkamsræktarstöðvar en heldur línunum í lagi með fiskiáti, hestamennsku og göngutúrum niður að sjó. </font /></b />

Kennir fólki að bjarga mannslífum

Aukin eftirspurn er eftir að komast á skyndihjálparnámskeið enda getur kunnátta í skyndihjálp bjargað mannslífum á ögurstundu. Þjálfarar í faginu telja að fólk þurfi að sækja námskeið á tveggja ára fresti. </font /></b />

Lítum á fólk sem manneskjur fremur

Svæðanudd, heilsunudd, alexandertækni, höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð er meðal þess sem boðið er upp á í Heilsuhvoli. Þar verður opið hús um næstu helgi. </font /></b />

187 milljónir fram úr fjárlögum

Danska konungsfjölskyldan fór 187 milljónir króna fram úr fjárlögum í fyrra. Stærsti útgjaldaliðurinn var brúðkaup krónprinsins og hinnar áströlsku Mary Donaldson en það kostar greinilega sitt að halda konunglegt brúðkaup.

Silfurlituð útgáfa af mini PS2

Sony Computer Entertainment Europe (SCEE) hefur tilkynnt að gefin verði út silfurlituð útgáfa af litlu PlayStation 2 leikjatölvunni. Þessi nýja silfurlitaða vél mun verða fáanleg í Evrópu frá og með 13.maí 2005, og mun verða sett á markað við hlið hinnar svörtu.

Óskar H. Þorvaldsson fréttastjóri DV

Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið ráðinn fréttastjóri á DV.  Óskar Hrafn hefur stýrt íþróttadeild 365 prentmiðla í tæpt eitt og hálft ár. Henry Birgir Gunnarsson tekur við starfi Óskars Hrafns á íþróttadeild 365 prentmiðla.

Þrjú hundruð í biðröð

Um þrjú hundruð aðdáendur Star Wars-myndanna voru í gær komnir í biðröð fyrir utan kvikmyndahús í New York vegna frumsýningu myndarinnar Epidsode III: Revenge of the Sith þann 19. maí.

Heimsvaldakók og kaffi

Tómas R. Einarsson komst til manns í ískyggilegu húsi við Tjarnargötu 20.

Segja hrollvekjur róa taugarnar

Sálfræðingar jafnt sem kvikmyndagestir í Bandaríkjunum eru sammála um að fátt rói taugar meira á þessu tímum hryðjuverkaógna en góðar hrollvekjur. Þetta árið er von á tólf bíómyndum frá stóru myndverunum í Hollywood sem eiga að fá hjartað til að slá hraðar. Ekki hafa svo margar hryllingsmyndir verið frumsýndar á einu ári áður, en í fyrra voru þær til að mynda helmingi færri.

Kynna og selja bútasaum um helgina

Félagsmenn í Íslenska bútasaumsfélaginu verða með handverks- og skiptimarkað um helgina að Vesturgötu 7 í Reykjavík frá klukkan tvö til fjögur. Gestum gefst kostur á að líta inn í opnar vinnustofur þar sem bæði er saumað í höndum og á saumavélar.

Ljóstrar upp leyndarmálum

David Beckham hefur greint frá leyndardómnum á bak við það hvernig hann heldur sér svona óskaplega fallegum. Hann sagðist fá góða ráðgjöf frá Victoriu, eiginkonu sinni, sem smyr hann með kremum á kvöldin. Auk þess væri mikilvægt að nota rakakrem á morgnana og gott augnakrem fyrir háttinn. Svo væri óskaplega gott að fara í handsnyrtingu af og til.

Greiða háa sekt fyrir skolplosun

Bandaríska hljómsveitin Dave Matthews Band hefur samið um að greiða 200 þúsund dollara, andvirði tólf milljóna króna, í bætur fyrir að að tæma skolp úr hljómsveitarrútunni fram af brú yfir Chicago-á, en úrgangurinn lenti á ferðamönnunum sem sigldu fyrir neðan í mesta sakleysi. Þá féllst sveitin einnig á að skrá niður í framtíðinni hvar og hvenær skolp yrði losað.

Tom Clansy's Ghost Recon 2

Margir leikir hafa komið út undir nafni Tom Clancy’s, og hefur hans nafn oft verið merki um mikil gæði í tölvuleikjaiðnaðinum. Núna er Ghost Recon 2 kominn út á markaðinn, og eftir miklar vinsældir fyrri leiksins, voru væntingarnar miklar. Ghost Recon snýst um sérsveit innan bandaríska hersins, þekktir sem “Draugarnir”, sem hafa það hlutverk að útrýma óvinum í leyni, án þess að til stórátaka komi. Þú spilar leikinn sem foringi þessarar sveitar, og þitt hlutverk er að halda bæði þér, og þínum liðsmönnum á lífi, og útrýma allri mótspyrnu.

Með gjörning vegna húsnæðisvanda

Á morgun skín maísól og margir komnir í pólitísku baráttubuxurnar. Þeirra á meðal eru nemendur og kennarar í Listaháskólanum sem voru með gjörning á gamla hafnarbakkanum í dag til að vekja athygli á húsnæðisvanda skólans.

Devil May Cry 3: Dante's Awakening

Fyrir tæplega fjórum árum síðan kom leikurinn Devil May Cry út og sló heldur betur í gegn. Shinji Mikami og vinum hans í Capcom tókst enn einu sinni að sanna að þeir eru einhverjir allra bestu leikjahönnuðir heims. Hann kom út frekar stutt eftir að PS2 fór á markaðinn og þótti einn af þessum stóru „upphafsleikjum” á tölvuna. Á eftir honum fylgdi framhald sem stóð engan vegin undir væntingum og var því pressan á Capcom að bæta fyrir það með Devil May Cry 3. Ég get með góðri samvisku sagt að það hafi tekist fullkomlega, búið ykkur undir einhvern klikkaðasta hasarleik sem komið hefur út. Devil May Cry 3 er lentur.

Salatið bjargar mannorðinu

"Ég er mjög meðvitaður en ekki alveg nógu duglegur að borða hollt." segir Gunnar. "Ég er heldur ekki nógu duglegur að elda þó mér finnst það mjög gaman þegar ég byrja á annað borð. Ef ég hins vegar er illa svangur er fyrsta hugsunin ruslfæði og þá þarf ég að beita mig hörðu til að beina huganum á aðrar slóðir.

Ákvörðun kom mjög á óvart

Gunnar Einarsson, sem tekur við af Ásdísi Höllu Bragadóttur sem bæjarstjóri í Garðabæ, var gestur í Íslandi í bítið í morgun. Þar sagði hann m.a. að hann hefði ekki gengið með bæjarstjórann í maganum og að það hefði komið honum mjög á óvart að Ásdís Halla skyldi hafa hætt sem bæjarstjóri eftir mjög gott starf og að hann hefði verið valinn til að taka við.

Langar í litla stelpu

Pamela Anderson segist vilja eignast annað barn. Fyrrum Baywatch stjarnan segist vel geta hugsað sér að eignast eitt enn ef hún finnur góðan eiginmann.

Orlando skuldar enn

Orlando Bloom hefur verið sakaður um að borga ekki reikning frá veitingahúsinu Casaro Amarelo í Rio De Janeiro en leikarinn lofaði að borga reikninginn í janúar.

Leyndarmálið er rakakrem

David Beckham hefur ljóstrað upp leyndarmálinu sem hjálpar honum að vera einn fallegasti maður heims. Beckham segist fá ráð hjá Victoriu í sambandi við útlitið.

Barnsmóðirin til bjargar Jackson?

Vonir saksóknara í Kaliforníu um að sýna fram á að Michael Jackson væri barnaníðingur veiktust heldur þegar barnsmóðir söngvarans var kölluð í vitnastúkuna. Debbie Rowe, sem er eitt af lykilvitnum saksóknara, lýsti Jackson sem góðum föður sem elskar börn.

Kim Larsen til landsins

Danski söngvarinn Kim Larsen er væntanlegur til landsins til að halda tvenna tónleika á NASA í ágúst. Hann kom hingað síðast fyrir tuttugu árum og fyllti þá Broadway nokkrum sinnum. Larsen hefur átt miklum vinsældum að fagna í Danmörku, og reyndar víðar upp á síðkastið, eftir rólegt tímabil sem sumir héldu að boðaði endalok á ferli hans.

Brosnan áfram Bond?

Pierce Brosnan leikur James Bond í næstu mynd um njósnara hennar hátignar en myndin á að heita <em>Casino Royale</em>. Haft er eftir Judi Dench, sem leikur M, að Brosnan leiki í næstu mynd og að frá því verði greint innan skamms.

Gerði góð kaup á Flórída

"Ég átti í miklum erfiðleikum með að finna eitthvað sem er algjörlega ómissandi í fataskápnum mínum en fann loksins pils sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég keypti það á Flórída fyrir tveimur árum síðan. Ég sá það í verslunarmiðstöð og gekk síðan heilan hring um miðstöðina áður en ég keypti það.

Dreymir um góðan hægindastól

"Uppáhaldsstaðurinn minn er annar endinn á hornsófanum, en þegar ég sest þar er ég virkilega að setjast til að slappa af og sit þarna og sauma út yfir sjónvarpinu," segir Erla Hjördís Gunnarsdóttir, blaðamaður á Vikunni

Clint-kvöldsins og kúrekastemmning

"Þessi hugmynd kviknaði á "brainstorming" fundi hjá starfsfólkinu. Það er skemmst frá því að segja að þessar kúrekaferðir hafa gert allt vitlaust. Þetta er greinilega það sem saumaklúbbar, vinahópar og starfsmannahópar höfðu verið að bíða eftir," segir Einar G. Bollason, framkvæmdastjóri Íshesta. 

Sean Connery sem 007

Electronic Arts kynnir næsta leik í hinni vinsælu James Bond seríu, eða From Russia With Love, þar sem Sean Connery mætir aftur sem leyniþjónustumaðurinn 007. Leikurinn verður gefinn út í haust fyrir PlayStation 2, Xbox og Nintendo GameCube.

Listaverk Dieters Roths komin

Það þurfti fimm 40 feta gáma til þess að flytja hingað til lands listaverk listmálarans Dieters Roths sem verða sýnd á Listahátíð Reykjavíkur. Gámarnir sem um ræðir engin smásmíði og þegar flutningarnir stóðu sem hæst í morgun þurfti að loka hluta af Laufásvegi um tíma.

Aukin áfengisneysla ungra kvenna

Ungar konur hafa stóraukið áfengisneyslu sína á aðeins þremur árum, eða um 28 prósent, en karlar á efri árum hafa snarminnkað drykkju sína á sama tímabili, eða um fimmtung. Þetta kemur fram í samanburði á könnunum Lýðheilsustöðvar á drykkjuvenjum Íslendinga árið 2001 og svo aftur í fyrra.

CM5 kemur á leikjatölvur

Eidos hefur tilkynnt að Championship Manager 5 muni verða gefinn út á Xbox og PlayStation 2 13.maí 2005.  Championship Manager 5 er að koma út í fyrsta skipti á PlayStation 2, en þetta er mest seldi knattspyrnustjóraleikur allra tíma.

Góðir hálsar sungu í samveru

"Það er alltaf svona hátíð einu sinni í mánuði í bekknum, þá förum við út í lítinn sal í félagsheimilinu Rimum og stundum syngjum við, það er kallað "söngur á sal" en nú var "samvera á sal". 

Sjá næstu 50 fréttir