Lítum á fólk sem manneskjur fremur 3. maí 2005 00:01 Það fer fram fjölbreytt starfsemi í Heilsuhvoli en þar verður opið hús næstkomandi sunnudag, 8. maí. Harpa Guðmundsdóttir, kennari í alexendertækni, er í hópi stofnenda Heilsuhvols en það er miðstöð fólks sem leggur stund á óhefðbundnar aðferðir við að bæta líkamlega og andlega heilsu. "Þetta byrjaði með því að fjórar konur tóku sig saman árið 2001 og stofnuðu Heilsuhvol á Flókagötu 65. Hópurinn tók fljótt að stækka og nú erum við átján sem störfum saman í Heilsuhvoli. Við sprengdum gamla húsnæðið utan af okkur og þetta nýja, þótt stærra sé, er þegar orðið sneisafullt." Meðal meðferða sem hægt er að sækja í Heilsuhvol er svæðanudd, heilsunudd og sjúkranudd, alexandertækni, höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð og snyrting svo fátt eitt sé nefnt en meðferðirnar verða kynntar á háftíma fresti á sunnudaginn. Harpa segir það mikinn kost að hafa alla þessa ólíku meðferðaraðila undir sama þaki. "Það munar miklu fyrir fólkið sem er að nota þessa þjónustu að geta kynnt sér hvaða meðferð hentar því best. Fólk getur verið á sama stað í margskonar meðferð og við vísum sjúklingum á milli og getum því talað saman um sjúklinginn svo hann fái sem besta meðferð við sínum einkennum.Við lítum þó alltaf fyrst og fremst á einstaklinga sem manneskjur frekar en sjúklinga með einkenni og allir fá mjög persónulega þjónustu." Harpa getur ómögulega sagt til um hvaða þjónusta sé mest notuð í Heilsuhvoli. "Nuddgreinarnar eru fyrirferðarmiklar en höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð eru að ryðja sér mjög til rúms og hómópatía og alexandertækni líka. Það er alltaf nóg að gera hér í Heilsuhvoli." Þeir sem vilja kynna sér starfsemi Heilsuhvols betur eru hvattir til að fara í heimsókn 14 og 17 á sunnudaginn á aðra hæð í Borgartúni 33 þar sem, að sögn Hörpu, verður tekið vel á móti gestum. Heilsa Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Það fer fram fjölbreytt starfsemi í Heilsuhvoli en þar verður opið hús næstkomandi sunnudag, 8. maí. Harpa Guðmundsdóttir, kennari í alexendertækni, er í hópi stofnenda Heilsuhvols en það er miðstöð fólks sem leggur stund á óhefðbundnar aðferðir við að bæta líkamlega og andlega heilsu. "Þetta byrjaði með því að fjórar konur tóku sig saman árið 2001 og stofnuðu Heilsuhvol á Flókagötu 65. Hópurinn tók fljótt að stækka og nú erum við átján sem störfum saman í Heilsuhvoli. Við sprengdum gamla húsnæðið utan af okkur og þetta nýja, þótt stærra sé, er þegar orðið sneisafullt." Meðal meðferða sem hægt er að sækja í Heilsuhvol er svæðanudd, heilsunudd og sjúkranudd, alexandertækni, höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð og snyrting svo fátt eitt sé nefnt en meðferðirnar verða kynntar á háftíma fresti á sunnudaginn. Harpa segir það mikinn kost að hafa alla þessa ólíku meðferðaraðila undir sama þaki. "Það munar miklu fyrir fólkið sem er að nota þessa þjónustu að geta kynnt sér hvaða meðferð hentar því best. Fólk getur verið á sama stað í margskonar meðferð og við vísum sjúklingum á milli og getum því talað saman um sjúklinginn svo hann fái sem besta meðferð við sínum einkennum.Við lítum þó alltaf fyrst og fremst á einstaklinga sem manneskjur frekar en sjúklinga með einkenni og allir fá mjög persónulega þjónustu." Harpa getur ómögulega sagt til um hvaða þjónusta sé mest notuð í Heilsuhvoli. "Nuddgreinarnar eru fyrirferðarmiklar en höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð eru að ryðja sér mjög til rúms og hómópatía og alexandertækni líka. Það er alltaf nóg að gera hér í Heilsuhvoli." Þeir sem vilja kynna sér starfsemi Heilsuhvols betur eru hvattir til að fara í heimsókn 14 og 17 á sunnudaginn á aðra hæð í Borgartúni 33 þar sem, að sögn Hörpu, verður tekið vel á móti gestum.
Heilsa Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira