Lífið

Ákvörðun kom mjög á óvart

Gunnar Einarsson, sem tekur við af Ásdísi Höllu Bragadóttur sem bæjarstjóri í Garðabæ, var gestur í Íslandi í bítið í morgun. Þar sagði hann m.a. að hann hefði ekki gengið með bæjarstjórann í maganum og að það hefði komið honum mjög á óvart að Ásdís Halla skyldi hafa hætt sem bæjarstjóri eftir mjög gott starf og að hann hefði verið valinn til að taka við. Þá sagði hann aðspurður að fyrsta verk sitt yrði að kynna sér vel skipulagsmál í bænum en til stendur að byggja upp miðbæ Garðabæjar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.