Lífið

187 milljónir fram úr fjárlögum

Danska konungsfjölskyldan fór 187 milljónir króna fram úr fjárlögum í fyrra. Stærsti útgjaldaliðurinn var brúðkaup krónprinsins og hinnar áströlsku Mary Donaldson en það kostar greinilega sitt að halda konunglegt brúðkaup. Þau hjónin þurftu einnig að eignast nýjan bíl og þegar viðhald á höllum og annar rekstrarkostnaður bætist við er framúrkeyrslan orðin hátt í hundrað og níutíu milljónir króna. En það rætist sjálfsagt úr á þessu ári - krónprinsinn giftir sig vonandi bara einu sinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.