Gerði góð kaup á Flórída 28. apríl 2005 00:01 Auður Ólafsdóttir æfir hópfimleika með Stjörnunni og veldur það henni ansi miklum hausverk þegar hún er beðin um að draga fram uppáhaldsflíkina sína. "Ég átti í miklum erfiðleikum með að finna eitthvað sem er algjörlega ómissandi í fataskápnum mínum en fann loksins pils sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég keypti það á Flórída fyrir tveimur árum síðan. Ég sá það í verslunarmiðstöð og gekk síðan heilan hring um miðstöðina áður en ég keypti það. Mér fannst ekki mjög praktískt að labba inn í fyrstu búðina í verslunarmiðstöðinni og kaupa eitthvað," segir Auður og hlær. "Pilsið er svart með túrkísbláum blómum á og missítt. Það er í sparilegri kantinum þannig að ég nota það þegar ég fer eitthvað fínt út að skemmta mér," segir Auður sem var aldeilis framsýn þar sem túrkísblár er aðaltískuliturinn í sumar. "Já, ég hugsaði einmitt "þetta verður mjög fínt árið 2005"," segir Auður og hlær dátt af þessum praktísku pilsakaupum. Uppáhaldspilsið hennar Auðar var mjög ódýrt og segir Auður verðlagið á Flórída vera ansi lágt. "Það er voðalega gott að kaupa föt þar. Annars kaupi ég mér bara föt þegar ég dett niður á eitthvað sem mér líkar vel við. Ef mig vantar eitthvað þá fer ég á stúfana að kaupa -- en ég er alls ekki alltaf að kaupa mér föt." Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Auður Ólafsdóttir æfir hópfimleika með Stjörnunni og veldur það henni ansi miklum hausverk þegar hún er beðin um að draga fram uppáhaldsflíkina sína. "Ég átti í miklum erfiðleikum með að finna eitthvað sem er algjörlega ómissandi í fataskápnum mínum en fann loksins pils sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég keypti það á Flórída fyrir tveimur árum síðan. Ég sá það í verslunarmiðstöð og gekk síðan heilan hring um miðstöðina áður en ég keypti það. Mér fannst ekki mjög praktískt að labba inn í fyrstu búðina í verslunarmiðstöðinni og kaupa eitthvað," segir Auður og hlær. "Pilsið er svart með túrkísbláum blómum á og missítt. Það er í sparilegri kantinum þannig að ég nota það þegar ég fer eitthvað fínt út að skemmta mér," segir Auður sem var aldeilis framsýn þar sem túrkísblár er aðaltískuliturinn í sumar. "Já, ég hugsaði einmitt "þetta verður mjög fínt árið 2005"," segir Auður og hlær dátt af þessum praktísku pilsakaupum. Uppáhaldspilsið hennar Auðar var mjög ódýrt og segir Auður verðlagið á Flórída vera ansi lágt. "Það er voðalega gott að kaupa föt þar. Annars kaupi ég mér bara föt þegar ég dett niður á eitthvað sem mér líkar vel við. Ef mig vantar eitthvað þá fer ég á stúfana að kaupa -- en ég er alls ekki alltaf að kaupa mér föt."
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira