Lífið

Brosnan áfram Bond?

Pierce Brosnan leikur James Bond í næstu mynd um njósnara hennar hátignar en myndin á að heita Casino Royale. Um hríð hefur verið fjallað um hugsanlega eftirmenn Brosnans og talið var víst að leikarinn Daniel Craig hefði verið ráðinn til starfans. En nú segir Judi Dench, sem leikur M, að Brosnan leiki í næstu mynd og að frá því verði greint innan skamms. Talsmenn framleiðandans Eon neita hins vegar að staðfesta nokkuð, hvort sem er leikarar, tökustaðir eða frumsýningardagurinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.