Lífið

Listaverk Dieters Roths komin

Það þurfti fimm 40 feta gáma til þess að flytja hingað til lands listaverk listmálarans Dieters Roths sem verða sýnd á Listahátíð Reykjavíkur. Gámarnir sem um ræðir engin smásmíði og þegar flutningarnir stóðu sem hæst í morgun þurfti að loka hluta af Laufásvegi um tíma. Sýningin er samstarfsverkefni á vegum Listahátíðar í Reykjavík og hefst þann fjórtánda maí og stendur fram á haust. Verkin verða til sýnis í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur og í svonefndu hundrað gráðu galleríi í húsi Orkuveitunnar. Björn Roth sýningarstjóri segir afskaplega skemmtilegt að taka þátt í svo víðtæku samstarfsverkefni þessara stofnana, sem líklega eigi sér ekki fordæmi. Hann segir að sýningin verði með sögulegu ívafi þar sem sýnd verða verk frá öllum ferli Dieter Roths, en einnig verði til sýnis nýrri verk í anda hans. Verkin voru flutt hingað til lands frá Sviss, Þýskalandi og Hollandi en að auki verða til sýnis verk úr hérlendum einkasöfnum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.