Lífið

Þrjú hundruð í biðröð

Um þrjú hundruð aðdáendur Star Wars-myndanna voru í gær komnir í biðröð fyrir utan kvikmyndahús í New York vegna frumsýningu myndarinnar Epidsode III: Revenge of the Sith þann 19. maí. Um leið stóðu menn í biðröðinni til styrktar góðgerðarmálum. Aðdáendurnir voru komnir að frá 22 ríkjum í Bandaríkjunum og níu löndum, þar á meðal Japan, Perú og Brasilíu. "Þetta er frekar súrsæt tilfinning," sagði einn aðdáandinn. "Þetta er síðasta myndin og þess vegna á maður frekar erfitt með sig. Þú vilt hlakka til myndarinnar, en samt eiginlega ekki vegna þess að það kemur ekki önnur."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.