Lífið

Lofa skuggalega miklu stuði

Hljómsveitin Shadows lofar skuggalega miklu stuði í Kaplakrika annað kvöld þar sem hún mun spila gamla og góða slagara. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hljómsveitin kemur hingað til lands en síðast kom hún árið 1985 og hélt þá þrenna tónleika á Broadway en aðeins er um eina hljómleika að ræða hér á landi nú. Hank Marvin, forsprakki hljómsveitarinnar, lofar góðri tónlist á tónleikunum annað kvöld. Hann segir að sveitin spili marga smelli og lög sem fólk hafi dálæti á og lög sem fólk virðist hafa notið á ferðum sveitarinnar um Skandinavíu. Þetta sé tónlist sem sveitin viti að fólk vill heyra, en það vilji heyra smellina og uppáhaldslögin sín. En túrinn endar ekki hér á landi. Marvin segir að sveitin haldi næst til Brussel og þaðan liggi leiðin til Þýskalands, Frakklands og Hollands. Svo verði tvennir tónleikar í Birmingham í Bretlandi en þar með ljúki tónleikaferðalaginu. Í kjölfarið fari sveitin á gjörgæslu, segir Marvin kíminn. Shadows var án efa hvað frægust í kringum 1960-1970 en Cliff Richards lék með henni í upphafi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.