Lífið

Greiða háa sekt fyrir skolplosun

Bandaríska hljómsveitin Dave Matthews Band hefur samið um að greiða 200 þúsund dollara, andvirði tólf milljóna króna, í bætur fyrir að að tæma skolp úr hljómsveitarrútunni fram af brú yfir Chicago-á, en úrgangurinn lenti á ferðamönnunum sem sigldu fyrir neðan í mesta sakleysi. Þá féllst sveitin einnig á að skrá niður í framtíðinni hvar og hvenær skolp yrði losað. Bílstjóri rútunnar, sem var einn í henni þegar skolpinu var sleppt, hafði áður verið sakfelldur fyrir athæfið og var dæmdur í eins og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi og til 150 stunda vinnu í þágu samfélagsins auk þess sem hann þurfti að greiða 10 þúsund dollara sekt. Þá hefur honum einnig verið sagt upp sem bílstjóra sveitarinnar. Hljómsveitin hefur áður greitt 100 þúsund dollara í umhverfissjóð til verndar Chicago-á og 200 þúsund dollararnir munu einnig renna til umhverfismála. Þess skal getið að fyrir dómstólum eru enn nokkur mál sem ferðamenn hafa höfðað á hendur hljómsveitinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.