Glöð á sálinni eftir fiskát 3. maí 2005 00:01 Alexía gerir samt margt sér til heilsubótar þótt hún forðist líkamsræktarstöðvarnar. "Ég nota náttúrulega leikhúsið til að gleðja andann og þar er mikil hreyfing. Ég er að setja upp leikritið Riðið inn í sólarlagið í Borgarleikhúsinu og ætla að sýna það tvisvar allar helgar sem jafnast alveg á við nokkra tíma í líkamsræktarstöð. Mér finnst líka rosalega gaman að fá mér göngutúr meðfram sjávarsíðunni og finna lyktina af sjónum," segir Alexía sem fær þó mest út úr heimsóknum til bróður síns. "Ég er mikil hestakona og ég fer oft í heimsókn til bróður míns sem er bóndi fyrir vestan. Þar get ég farið á hestbak sem er æðislegt og geri það frekar en að hlaupa á rafrænum brettum í höfuðborginni. Það eflir andann og ég kem alltaf fersk til baka úr heimsóknunum." "Ég er líka alltaf á leiðinni í skvass. Það hljómar svakalega spennandi og ég held ég yrði ekki hrædd við það eins og líkamsræktarstöðvarnar. Það er sem sagt næst á dagskrá," segir Alexía sem hugsar hæfilega mikið um það sem hún lætur ofan í sig. "Í vinnunni minni er allt frekar óreglulegt og ég borða aldrei mat á sama tíma tvo daga í röð. Ég lendi oft í því að þurfa að grípa eitthvað úti í búð en það er reyndar orðið mikið framboð af hollum mat í búðum eins og skyrdrykkirnir. Ég lifi á þeim. En auðvitað dett ég í sukkið stundum og borða eins og hestur. Ég neita mér ekki um mat og ef mig langar í eitthvað þá fæ ég mér það. En mér líður betur þegar ég borða hollt," segir Alexía. "Ég borða mikinn fisk og er svo heppin að eiga vin sem gefur mér alltaf fisk þegar hann er í landi. Ég verð svo glöð á sálinni þegar ég borða fisk og mér líður vel andlega." "Vinir mínir gera oft grín að mér vegna þess að ég er með algjöra líkamsræktarfóbíu. Ég er hrædd við stórar líkamsræktarstöðvar eins og Laugar og hvað þetta allt heitir. Ég get ekki fyrir mitt litla líf farið þangað inn. Ég hef alltaf verið svona og ég veit ekki af hverju," segir Alexía. Heilsa Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Alexía gerir samt margt sér til heilsubótar þótt hún forðist líkamsræktarstöðvarnar. "Ég nota náttúrulega leikhúsið til að gleðja andann og þar er mikil hreyfing. Ég er að setja upp leikritið Riðið inn í sólarlagið í Borgarleikhúsinu og ætla að sýna það tvisvar allar helgar sem jafnast alveg á við nokkra tíma í líkamsræktarstöð. Mér finnst líka rosalega gaman að fá mér göngutúr meðfram sjávarsíðunni og finna lyktina af sjónum," segir Alexía sem fær þó mest út úr heimsóknum til bróður síns. "Ég er mikil hestakona og ég fer oft í heimsókn til bróður míns sem er bóndi fyrir vestan. Þar get ég farið á hestbak sem er æðislegt og geri það frekar en að hlaupa á rafrænum brettum í höfuðborginni. Það eflir andann og ég kem alltaf fersk til baka úr heimsóknunum." "Ég er líka alltaf á leiðinni í skvass. Það hljómar svakalega spennandi og ég held ég yrði ekki hrædd við það eins og líkamsræktarstöðvarnar. Það er sem sagt næst á dagskrá," segir Alexía sem hugsar hæfilega mikið um það sem hún lætur ofan í sig. "Í vinnunni minni er allt frekar óreglulegt og ég borða aldrei mat á sama tíma tvo daga í röð. Ég lendi oft í því að þurfa að grípa eitthvað úti í búð en það er reyndar orðið mikið framboð af hollum mat í búðum eins og skyrdrykkirnir. Ég lifi á þeim. En auðvitað dett ég í sukkið stundum og borða eins og hestur. Ég neita mér ekki um mat og ef mig langar í eitthvað þá fæ ég mér það. En mér líður betur þegar ég borða hollt," segir Alexía. "Ég borða mikinn fisk og er svo heppin að eiga vin sem gefur mér alltaf fisk þegar hann er í landi. Ég verð svo glöð á sálinni þegar ég borða fisk og mér líður vel andlega." "Vinir mínir gera oft grín að mér vegna þess að ég er með algjöra líkamsræktarfóbíu. Ég er hrædd við stórar líkamsræktarstöðvar eins og Laugar og hvað þetta allt heitir. Ég get ekki fyrir mitt litla líf farið þangað inn. Ég hef alltaf verið svona og ég veit ekki af hverju," segir Alexía.
Heilsa Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira