Lífið

Segja hrollvekjur róa taugarnar

Sálfræðingar jafnt sem kvikmyndagestir í Bandaríkjunum eru sammála um að fátt rói taugar meira á þessu tímum hryðjuverkaógna en góðar hrollvekjur. Þetta árið er von á tólf bíómyndum frá stóru myndverunum í Hollywood sem eiga að fá hjartað til að slá hraðar. Ekki hafa svo margar hryllingsmyndir verið frumsýndar á einu ári áður, en í fyrra voru þær til að mynda helmingi færri. Kvikmyndaspekingar segja þessa þróun endurspegla þrá bandaríska bíógesta til að hverfa inn í óraunverulegan heim fjarri hinum raunverulega hryllingu alvörustríðsátaka sem hefur verið svo mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu ár. Sálfræðingar segja fróunina felast í því að upplifa skelfingu og hrylling í bíósal en labba svo út heilbrigður og hamingjusamur. Sumir hefðu hins vegar haldið að góð gamanmynd gerði meira gagn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.