Fleiri fréttir

Miðarnir á oddaleikinn ruku út
Þegar er orðið uppselt á oddaleik Vals og Tindastóls í körfubolta karla sem fram fer í Origo-höllinni á Hlíðarenda á miðvikudagskvöld.

Aldrei áður verið fleiri framlengingar í einni úrslitakeppni
Tindastóll tryggði sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn með dramatískum sigri á Val í troðfullu Síkinu á Sauðárkróki í gærkvöldi. Úrslitin réðust í framlengingu eins og í fjórum öðrum leikjum í úrslitakeppni Subway-deildar karla í ár sem er met.

Miðasala hefst í hádegi og Króksarar fá þriðjung
Ljóst er að mun færri komast að en vilja á síðasta leik körfuboltatímabilsins á Íslandi, oddaleik Vals og Tindastóls. Miðasala á leikinn hefst í hádeginu.

Rússar vilja skipta á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans
Ein besta körfuboltakona heims, Brittney Griner, er enn í haldi Rússa sem framlengdu gæsluvarðhald hennar um heilan mánuð fyrir helgi.

„Ég get ekki hætt að brosa“
Boston Celtics og Dallas Mavericks tryggðu sér bæði sæti í úrslitum deildanna í NBA deildinni í körfubolta eftir sannfærandi sigra í oddaleik í nótt.

Baldur Þór: Þar verða hetjur til og vonandi verður það okkar megin
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls var ánægður með sigur sinna manna í kvöld og þá staðreynd að liðið tapaði ekki heimaleik í alla úrslitakeppnina.

Pétur Rúnar: Gerðum mjög vel að halda trúnni
Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls átti stærsta augnablikið í leiknum þegar að hann stal boltanum af Pavel Ermolinskij úr innkasti og skoraði í kjölfarið og kom Tindastól yfir 97 – 95.

Finnur Freyr: Vorum í dauðafæri til að klára þetta
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir að hans menn töpuðu fyrir Tindastóli, 97-95, í framlengdum leik á Sauðárkróki í kvöld. Með sigri hefðu Valsmenn orðið Íslandsmeistarar.

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Valur 97-95 | Herra Sauðárkrókur örlagavaldurinn í spennutrylli
Tindastóll knúði fram oddaleik gegn Val í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta með 97-95 sigri í stórkostlegum framlengdum leik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Liðin mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið.

Luka þarf að endurtaka leikinn gegn Clippers ef Dallas ætlar að eiga möguleika
Slóveninn Luka Dončić og liðsfélagar hans í Dallas Mavericks mæta Phoenix Suns í oddaleik um sæti í úrslitum Vesturdeildar NBA á miðnætti. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Tryggvi og félagar tryggðu sætið
Lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta fór fram í kvöld þar sem einn íslenskur landsliðsmaður var í eldlínunni.

Tatum tryggði Celtics oddaleik og Stríðsmennirnir komust í úrslit
Jayson Tatum dró vagninn fyrir Boston Celtics í nótt er liðið tryggði sér oddaleik í undanúrslitum Austudeildarinnar í NBA með 13 stiga sigri gegn ríkjandi meisturum Milwaukee Bucks, 108-95. Þá Vann Golden State Warriors 14 stiga sigur gegn Memphis Grizzlies, 110-96, og liðið er því á leið í úrslit Vesturdeildarinnar.

Jaka Brodnik verður áfram í Keflavík
Jaka Brodnik hefur endurnýjað samning sinn við körfuknattleiksdeild Keflavíkur og mun leikmaðurinn því vera áfram í herbúðum liðsins á næsta tímabili í Subway-deild karla.

Rússar framlengja gæsluvarðhald hinnar bandarísku Griner
Rússneskur dómstóll framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner um heilan mánuð. Griner hefur verið í haldi lögreglu í Rússlandi síðan í febrúar.

Embiid gagnrýndi Harden: „Fengum ekki Houston Harden“
Joel Embiid talaði ekki undir rós eftir að Philadelphia 76ers féll úr leik í undanúrslitum Austurdeildar NBA og gagnrýndi samherja sinn, James Harden.

Mesta hrun í lokaúrslitum frá því eftir hrun
Tindastóll var 21 stigi yfir í leiknum á móti Val á Hlíðarenda í gær en tókst að glutra því niður og lenda aftur undir í úrslitaeinvíginu á móti Val.

„Erum að fara að keppa um titla“
Hilmar Smári Henningsson segir að hann sé ekki kominn aftur í Hauka til að vera í einhverri meðalmennsku. Hann segir að Hafnfirðingar ætli sér að berjast um titla.

Oddaleikur í Phoenix en Butler sendi Miami áfram
Miami Heat varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sig inn í fjögurra liða úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta. Phoenix Suns og Dallas Mavericks mætast hins vegar í oddaleik.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 84-79 | Valsmenn tóku forystuna á ný eftir endurkomusigur
Valur leiðir einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta 2-1 eftir fimm stiga sigur á heimavelli gegn Tindastól í kvöld, 84-79. Stólarnir náðu mest 21 stigs forystu í leiknum, en að lokum voru það Valsarar sem fögnuðu sigri.

„Yrði risastórt fyrir Tindastól að fara aftur á Krókinn með 2-1 forystu“
Staðan er jöfn í úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla og liðin spila fyrir framan uppseldum Hlíðarenda í kvöld.

Haukarnir endurheimta tvo öfluga leikmenn í körfunni
Haukar fá til baka tvo fyrrum leikmenn sína fyrir átökin í úrvalsdeildinni næsta vetur en leikmennirnir voru kynntir á blaðamannafundi í hádeginu.

Blóðug stórstjarna og varnartilþrif gerðu út af við Boston
Giannis Antetokounmpo skoraði 40 stig og Jrue Holiday varðist fullkomlega á ögurstundu þegar meistarar Milwaukee Bucks náðu að vinna Boston Celtics 110-107 og komast í 3-2 í einvígi liðanna í NBA-deildinni í körfubolta.

„Markmiðið er að hafa 10 liða efstu deild“
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að markmið stjórnar KKÍ sé að fjölga liðum í Subway-deild kvenna úr átta liðum í tíu á næstu árum. Fjölgunin megi þó ekki bitna á 1. deildinni, sem gæti þar að leiðandi bitnað á íþróttinni í heild.

Skógarbirnirnir verða líklega að klára úrslitakeppni NBA án stórstjörnunnar
Útlitið er ekki gott fyrir Ja Morant, leikstjórnanda NBA-liðs Memphis Grizzlies eftir að hann meiddist í einvíginu á móti Golden State Warriors.

Uppselt á þriðja leik Vals og Tindastóls
Uppselt er á þriðja leik Vals og Tindastóls í úrslitum Subway-deildar karla í Origo-höllinni annað kvöld.

Í röng göng með gæslumenn á hælunum eftir stórt tap gegn Phoenix
Phoenix Suns og Miami Heat tóku forystuna í einvígum sínum í 8-liða úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt.

Nei eða já: „Málið með Knicks er að þeir bara hætta ekki að moka“
Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða já“ var á sínum stað í þætti gærkvöldsins af Lögmál leiksins og eins og alltaf var farið um víðan völl.

Sigurður Gunnar nú sá sem hefur varið flest skot í sögu úrslitakeppninnar
Sigurður Gunnar Þorsteinsson varði tvö skot frá Valsmönnum í Síkinu í gærkvöldi og varð um leið sá sem hefur varið flest skot í sögu úrslitakeppninnar.

Pétur Rúnar var farinn að ógna meti Jóns Arnórs í gærkvöldi
Jón Arnór Stefánsson á enn metið yfir fullkomnasta stoðsendingaleikinn í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn en það met var í hættu í Síkinu í gærkvöldi.

Röddin á Króknum er fjórtán ára „fæddur performer“
Það voru ekki bara yfirburðir hjá Tindastól inn á vellinum á móti Val í öðrum leik lokaúrslitanna heldur áttu þeir sem fyrr stúkuna líka. Sá sem kemur liðinu og stuðningsmönnunum í gang í kynningunni er yngri en flestir halda sem heyra hann fara á kostum.

Fyrrum NBA-leikmaður skotinn til bana
Adreian Payne lést í gær eftir að hafa verið skotinn til bana þar sem hann var staddur í Orlando í Flórída-fylki.

Lengi lifir í gömlum glæðum
Hinn 35 ára gamli Al Horford hefur á fimmtán ára ferli í NBA-deildinni í körfubolta aldrei skorað eins mörg stig í úrslitakeppni eins og í gærkvöld. Hann átti ríkan þátt í 116-108 sigri Boston Celtics á meisturum Milwaukee Bucks.

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Valur 91-75 | Allt jafnt eftir stórleik Stólanna á Króknum
Tindastóll hefur jafnað metin í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta. Stólarnir byrjuðu af krafti og unnu á endanum öruggan 16 stiga sigur. Staðan í einvíginu nú 1-1.

Ef ég væri með hatt þá myndi ég taka hann niður
Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls átti flottan leik fyrir sitt lið er Tindastóll pakkaði Val saman í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Staðan í einvíginu er nú jöfn 1-1.

Lögmál leiksins: „Ég var hérna 2018, þá varð Giannis fyrir barðinu á mér“
Í þætti kvöldsins af Lögmáli leiksins er Andri Már „Nablinn“ Eggertsson með magnað innslag eftir vikuferð sína til Boston.

Nikola Jokic valinn sá mikilvægasti í NBA annað tímabilið í röð
Serbneski miðherjinn Nikola Jokic var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar annað árið í röð en nokkrir bandarískir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir þessu.

Áreitti mömmu og ýtti við konu Chris Paul
Chris Paul var æfur eftir framkomu ungs stuðningsmanns Dallas Mavericks í garð fjölskyldu hans á leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í gær.

Valsmenn geta tekið met af Keflavík frá tíma Damons og Ed Saunders
Körfuboltalið Valsmanna slógu met eitt met í leik eitt í úrslitaeinvígi Subway deildar karla og geta slegið annað met í leik tvö í kvöld.

Grímuklæddi maðurinn gjörbreytti einvíginu
James Harden og Joel Embiid voru í aðalhlutverkunum þegar Philadelphia 76ers jöfnuðu einvígið við Miami Heat, 2-2, í NBA-deildinni í nótt með 116-108 sigri.

Einvígi Dallas og Phoenix komið aftur á byrjunarreit
Dallas Mavericks jafnaði metin í 2-2 í viðureign sinni við Phoenix Suns í undanúrslitum Vesturdeildar NBA í körfubolta karla í American Airlines-höllinni í kvöld.

Stríðsmennirnir sölluðu Skógarbirnina niður
Golden State Warriors er komið 2-1 yfir í einvígi sínu gegn Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta eftir stórsigur í nótt, 142-112.

Gríðarleg spenna þegar Milwauke Bucks komst yfir
Giannis Antetokounmpo skoraði 42 stig þegar Milwauke Bucks komst 2-1 yfir í viðureign sinni við Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta karla í kvöld.

Tryggvi Snær með fínan leik í slæmu tapi
Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfubolta, skoraði átta stig og tók þrjú fráköst þegar lið hans Zaragoza tapaði fyrir Baskonia í spænsku ACB-deildinni í dag.

Sixers og Dallas komu sér á blað
Úrslitakeppnin í NBA körfuboltanum er í fullum gangi og fóru tveir leikir fram í gærnótt.

Kári Jónsson: Ekki fallegt en mjög skemmtilegt
Kári Jónsson skoraði 12 stig, gaf sjö stoðsendingar og tók fimm fráköst þegar Valur fór með sigur af hólmi í fyrsta leik sínum við Tindastól í baráttu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld.