Valsmenn geta tekið met af Keflavík frá tíma Damons og Ed Saunders Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2022 13:01 Valsmenn fagna hér Pavel Ermolinskij, sem liggur á gólfinu, eftir að Stólarnir klikkuðu á lokaskotinu. Vísir/Bára Dröfn Körfuboltalið Valsmanna slógu met eitt met í leik eitt í úrslitaeinvígi Subway deildar karla og geta slegið annað met í leik tvö í kvöld. Valsmenn urðu nefnilega með sigri á Tindastól á föstudagskvöldið fyrsta liðið í sögu úrslitakeppni til að vinna sjö fyrstu leiki sína í einni úrslitakeppni. Í kvöld geta þeir orðið eina liðið til að vinna átta leiki í röð í sömu úrslitakeppni. Valsmenn sópuðu bikarmeisturum Stjörnunnar út úr átta liða úrslitunum og fylgdu því eftir með því að vinna 3-0 sigur í einvíginu á móti Íslandsmeisturum Þórs úr Þorlákshöfn. Valsmenn unnu síðan leik eitt í úrslitaeinvíginu á móti Tindastól en leikur tvö fer fram á Sauðárkróki klukkan 20.15 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.45. Með því að vinna sjö fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni í ár þá sló Valsliðið met sem var áður í eigu þriggja liða. Snæfellingar voru fyrstir til að vinna sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppni árið 2004, en KR-ingar léku það eftir 2009 sem og Keflvíkingar í fyrra. Annað met er í boði í kvöld en Valsmenn jöfnuðu met Keflvíkinga frá árinu 2003 með því að vinna sinn sjöunda leik í röð. Keflvíkingar töpuðu í leik tvö í átta liða úrslitum fyrir nítján árum síðan en unnu síðan rest, fyrst oddaleik á móti ÍR og svo 3-0 sigur á Njarðvík í undanúrslitum og 3-0 sigur á Grindavík í úrslitaeinvíginu. Í þessu Íslandsmeistaraliði Keflavíkur þá var Damon Johnson orðinn Íslendingur og bandaríski leikmaður liðsins var miðherjinn öflugi Edmund Saunders. Í úrslitakeppninni voru þeir með 27,6 stig og 8,1 stoðsending (Damon) og 25,4 stig og 12,1 frákast (Ed) að meðaltali í níu leikjum. Í þessu Keflavíkurliðið voru einnig menn eins og Magnús Þór Gunnarsson, Guðjón Skúlason, Falur Harðarson, Sverrir Þór Sverrisson og Gunnar Einarsson svo einhverjir séu nefndir. Þjálfari liðsins var Sigurður Ingimundarson. Valsliðið getur því í kvöld orðið fyrsta liðið í sögu úrslitakeppni karla í körfubolta til að vinna átta leiki í röð í sömu úrslitakeppni. Flestir sigurleikir í röð frá upphafi úrslitakeppni: 7 - Valur 2022 (enn í gangi) 6 - Keflavík 2021 (tap í fyrsta leik í úrslitum) 6 - KR 2009 (tap í öðrum leik í úrslitum) 6 - Snæfel 2004 (tap í öðrum leik í úrslitum) 5 - KR 2014 (tap í þriðja leik í undanúrsltuum) 5 - Grindavík 1997 (tap í fyrsta leik í úrslitum) 5 - KR 1990 (tapaði ekki leik) - Flestir sigurleikir í röð í einni úrslitakeppni: 7 - Keflavík 2003 7 - Valur 2022 (enn í gangi) 6 - Njarðvík 2001 6 - Snæfell 2004 6 - Keflavík 2008 6 - KR 2009 6 - Keflavík 2021 Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Sjá meira
Valsmenn urðu nefnilega með sigri á Tindastól á föstudagskvöldið fyrsta liðið í sögu úrslitakeppni til að vinna sjö fyrstu leiki sína í einni úrslitakeppni. Í kvöld geta þeir orðið eina liðið til að vinna átta leiki í röð í sömu úrslitakeppni. Valsmenn sópuðu bikarmeisturum Stjörnunnar út úr átta liða úrslitunum og fylgdu því eftir með því að vinna 3-0 sigur í einvíginu á móti Íslandsmeisturum Þórs úr Þorlákshöfn. Valsmenn unnu síðan leik eitt í úrslitaeinvíginu á móti Tindastól en leikur tvö fer fram á Sauðárkróki klukkan 20.15 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.45. Með því að vinna sjö fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni í ár þá sló Valsliðið met sem var áður í eigu þriggja liða. Snæfellingar voru fyrstir til að vinna sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppni árið 2004, en KR-ingar léku það eftir 2009 sem og Keflvíkingar í fyrra. Annað met er í boði í kvöld en Valsmenn jöfnuðu met Keflvíkinga frá árinu 2003 með því að vinna sinn sjöunda leik í röð. Keflvíkingar töpuðu í leik tvö í átta liða úrslitum fyrir nítján árum síðan en unnu síðan rest, fyrst oddaleik á móti ÍR og svo 3-0 sigur á Njarðvík í undanúrslitum og 3-0 sigur á Grindavík í úrslitaeinvíginu. Í þessu Íslandsmeistaraliði Keflavíkur þá var Damon Johnson orðinn Íslendingur og bandaríski leikmaður liðsins var miðherjinn öflugi Edmund Saunders. Í úrslitakeppninni voru þeir með 27,6 stig og 8,1 stoðsending (Damon) og 25,4 stig og 12,1 frákast (Ed) að meðaltali í níu leikjum. Í þessu Keflavíkurliðið voru einnig menn eins og Magnús Þór Gunnarsson, Guðjón Skúlason, Falur Harðarson, Sverrir Þór Sverrisson og Gunnar Einarsson svo einhverjir séu nefndir. Þjálfari liðsins var Sigurður Ingimundarson. Valsliðið getur því í kvöld orðið fyrsta liðið í sögu úrslitakeppni karla í körfubolta til að vinna átta leiki í röð í sömu úrslitakeppni. Flestir sigurleikir í röð frá upphafi úrslitakeppni: 7 - Valur 2022 (enn í gangi) 6 - Keflavík 2021 (tap í fyrsta leik í úrslitum) 6 - KR 2009 (tap í öðrum leik í úrslitum) 6 - Snæfel 2004 (tap í öðrum leik í úrslitum) 5 - KR 2014 (tap í þriðja leik í undanúrsltuum) 5 - Grindavík 1997 (tap í fyrsta leik í úrslitum) 5 - KR 1990 (tapaði ekki leik) - Flestir sigurleikir í röð í einni úrslitakeppni: 7 - Keflavík 2003 7 - Valur 2022 (enn í gangi) 6 - Njarðvík 2001 6 - Snæfell 2004 6 - Keflavík 2008 6 - KR 2009 6 - Keflavík 2021
Flestir sigurleikir í röð frá upphafi úrslitakeppni: 7 - Valur 2022 (enn í gangi) 6 - Keflavík 2021 (tap í fyrsta leik í úrslitum) 6 - KR 2009 (tap í öðrum leik í úrslitum) 6 - Snæfel 2004 (tap í öðrum leik í úrslitum) 5 - KR 2014 (tap í þriðja leik í undanúrsltuum) 5 - Grindavík 1997 (tap í fyrsta leik í úrslitum) 5 - KR 1990 (tapaði ekki leik) - Flestir sigurleikir í röð í einni úrslitakeppni: 7 - Keflavík 2003 7 - Valur 2022 (enn í gangi) 6 - Njarðvík 2001 6 - Snæfell 2004 6 - Keflavík 2008 6 - KR 2009 6 - Keflavík 2021
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Sjá meira