Körfubolti

Kári Jónsson: Ekki fallegt en mjög skemmtilegt

Hjörvar Ólafsson skrifar
Kári Jónsson skilaði sínu í kvöld.
Kári Jónsson skilaði sínu í kvöld. Vísir/Bára Dröfn

Kári Jónsson skoraði 12 stig, gaf sjö stoðsendingar og tók fimm fráköst þegar Valur fór með sigur af hólmi í fyrsta leik sínum við Tindastól í baráttu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. 

„Þetta var kannski ekki fallegasti körfubolti sem spilaður hefur verið en þetta var ansi skemmtilegt engu að síður. Það er frábært að hafa náð að landa sigiri og komast í forystu eftir þennan mikla baráttuleik," sagði Kári Jónsson, leikstjórnandi Vals eftir nauman 80-79 sigur Híðarendaliðsins í fyrsta leik sínum við Tindastól í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. 

„Við náðum upp hörku vörn og fengum auðveldar körfur í kjölfarið. Svo var Kristófer drjúgur fyrir okkur á báðum endum vallarins. Þetta eru tvö mjög góð varnarlið og því má ekki búast við neinum flugeldasýningum hvað stigaskor varðar í þessum leikjum," sagði Kári enn fremur. 

„Það var geggjað að spila hérna í kvöld, stemmingin var frábær og spennnustigið hátt í samræmi við það. Það var hart barist sem er bara geggjað og það var mjög gaman að spila þennan leik," sagði hann. 

Tindastóll fékk tvö tækifæri til þess að tryggja sér sigurinn í lokasókn leiksins en Kári segir að hann hafi fengið lítinn tíma til að hugsa eitthvað þegar skotin riðu af: „Maður er alltaf bara í einhverju adrenalíni að vona að þetta fari ekki niður. Það er enginn tími til að hugsa eitthvað sérstakt. Ég er bara sáttur við að þetta datt okkar megin í kvöld," sagði Valsarinn kampakátur. 

Kári fagnaði vel og innilega í leikslok.Vísir/Bára Dröfn

Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×