Körfubolti

Tryggvi Snær með fínan leik í slæmu tapi

Hjörvar Ólafsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason spilaði vel þrátt fyrir tapið. Vísir/Getty 
Tryggvi Snær Hlinason spilaði vel þrátt fyrir tapið. Vísir/Getty 

Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfubolta, skoraði átta stig og tók þrjú fráköst þegar lið hans Zaragoza tapaði fyrir Baskonia í spænsku ACB-deildinni í dag. 

Lokatölur í leiknum urðu 91-59 Baskonia í vil en Tryggvi Snær var fjórði stigahæsti leikmaður Zaragoz í leiknum. 

Eftir 31. umferð í ACB-deildinni er Zaragoza rétt fyrir ofan fallsvæði deildarinnar með 11 sigurleiki en liðin í fallsætunum eru með níu sigurleiki. 

Þessi sigur var hins vegar mikilvægur fyrir Baskonia í baráttu sinni um að komast í úrslitakeppnina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×