Körfubolti

Gríðarleg spenna þegar Milwauke Bucks komst yfir

Hjörvar Ólafsson skrifar
Giannis Antetokounmpo var magnaður fyrir Milwaukee Bucksí kvöld. Vísir/Getty
Giannis Antetokounmpo var magnaður fyrir Milwaukee Bucksí kvöld. Vísir/Getty

Giannis Antetokounmpo skoraði 42 stig þegar Milwauke Bucks komst 2-1 yfir í viðureign sinni við Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta karla í kvöld. 

Það var spenna allt fram á lokaandartak leiksins en Antetokounmpo kom Milwauke Bucks yfir í 101-100 þegar tæp mínúta var eftir af leiknum. Jrue Holiday jók muninn í 103-100 í næstu sókn Milwauke Bucks en hann skoraði 25 stig í kvöld. 

Marcus Smart fór svo á vítalínuna fyrir Boston Celtics þegar 4,6 sekúndur voru eftir af leiknum. Smart skoraði úr fyrra skoti sínu og brenndi svo viljandi af því seinna. 

Eftir mikinn darraðardans við körfu Milwauke Bucks setti Al Horford boltann í körfuna en því miður fyrir Boston Celtics var leiktíminn runninn út þegar hann fór ofan í. 

Jaylen Brown var atkvæðamestur hjá Boston Celtics með 27 stig en Horford kom næstur með 22 stig. 

Liðin eigast við í fjórða leik sínum í Milwauke á mánudaginn kemur. 

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.