Körfubolti

Sixers og Dallas komu sér á blað

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leiknum í nótt.
Úr leiknum í nótt. vísir/Getty

Úrslitakeppnin í NBA körfuboltanum er í fullum gangi og fóru tveir leikir fram í gærnótt.

Dallas Mavericks náði sínum fyrsta sigri í einvíginu gegn Phoenix Suns sem hafnaði efst í Vesturdeildinni í vetur. Leiknum lauk með níu stiga sigri Dallas, 103-94.

Luka Doncic fór fyrir liði sínu líkt og áður en Slóveninn gerði 26 stig auk þess að rífa niður þrettán fráköst og gefa níu stoðsendingar. Jalen Brunson var stigahæstur í liði Dallas með 28 stig.

Byrjunarliðsmenn Phoenix Suns dreifðu stigaskorun mjög jafnt á milli sín en Jae Crowder endaði leikinn stigahæstur með nítján stig og Devin Booker gerði átján.

Sömu sögu var að segja austanmegin þar sem Philadelphia 76ers minnkaði muninn í 2-1 í einvígi gegn toppliði Austurdeildarinnar, Miami Heat. Sixers vann öruggan 20 stiga sigur í nótt, 99-79.

Danny Green og Tyrese Maxey gerðu 21 stig hvor á meðan Jimmy Butler var allt í öllu í sóknarleik Miami Heat með 33 stig.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×