Fleiri fréttir

Allir stóru strákarnir mínir bara gerðu virkilega vel í dag

Keflvíkingar gerðu góða ferð í Vesturbæinn í kvöld þegar þeir unnu KR, 88-108, í Subway-deild karla í körfubolta. Suðurnesjamenn fóru hægt af stað en tóku síðar yfir leikinn. Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn.

„Þetta er deild sem er mjög skemmti­legt að spila í“

Taiwo Badmus, leikmaður Tindastóls, spilaði vel í kvöld er Tindastóll vann góðan sigur á ÍR í Subway-deild karla í körfubolta, lokatölur 98-77. Hann átti stóran þátt í sigri heimamanna en Badmus skoraði 29 stig og tók 6 fráköst.

„Ég var eins og lítill krakki“

Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, spilaði í kvöld sínar fyrstu mínútur fyrir Njarðvík í endurkomu sinni en Haukur spilaði síðast körfuboltaleik fyrir 257 dögum síðan. Haukur hefur verið að jafna sig á liðbandslitum en hann var afar ánægður að komast aftur inn á völlinn.

Ójafnasti leikur NBA sögunnar fór fram í nótt

Phoenix Suns liðið hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með sínum átjánda sigri í röð en stærsta fréttin var kannski stærsti sigur sögunnar sem vannst í Memphis. Átta leikja sigurganga meistaranna endaði líka í nótt.

„Við þurfum okkar áhorfendur“

Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Íslands, var svekktur með 24 stiga tap gegn Rússlandi, 89-65. Ægir kennir slakri byrjun á leiknum um tapið en minnir þó á að Rússar eru með gífurlega sterkt lið.

Martin ekki með gegn Rússum

Martin Hermannsson verður ekki með íslenska landsliðinu í körfubolta í kvöld þegar liðið spilar við Rússland í undankeppni HM.

Haukur hefur sig til flugs á föstudaginn

Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, leikur sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík á þessari leiktíð þegar liðið tekur á móti Vestra á föstudaginn í Subway-deildinni.

Sigurganga Suns heldur áfram

Phoenix Suns heldur sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta, en liðið vann sinn sextánda leik í röð í nótt er liðið mætti Brooklyn Nets.

Ætlar aldrei að tala um atvikið aftur

Isiah Stewart, leikmaður Detroit Pistons í NBA deildinni, segist aldrei ætla að ræða það sem gerðist þegar að liðið mætti Lakers á dögunum. Stewart, sem missti sig gjörsamlega eftir olnbogaskot frá LeBron James, var spurður út í atvikið fyrir leik liðsins gegn Atlanta Hawks.

NBA: Golden State heldur í toppsætið

Golden State Warriors heldur áfram sigurgöngu sinni í NBA deildinni og eru á toppi Vesturdeildarinnar með sautján sigra og tvö töp. Liðið fór létt með Portland Trailblazers í nótt. Phoenix Suns unnu sinn fimmtánda leik í röð.

NBA stjarnan sem neitar að mæta í vinnuna stefnir í gjaldþrot

NBA körfuboltamaðurinn Ben Simmons neitar enn að mæta í vinnuna hjá Philadelphia 76ers sem ætlaði að borga honum fjóra milljarða íslenskra króna fyrir þetta tímabil. Fyrir vikið fær hann ekki útborgað og það er að koma karlinum í vandræði.

Skallaði andstæðing og ógnaði dómara

Leikmaður Stál-úlfs í 2. deild karla í körfubolta hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann vegna framgöngu sinnar í leik gegn Þrótti Vogum fyrr í þessum mánuði.

NBA-meistari vann stærsta dansþátt heims

Körfuboltamaðurinn Iman Shumpert gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari í Dancing with the Stars. Um var að ræða þrítugustu þáttaröð þessa gríðarvinsæla dansþáttar.

Körfuboltinn enn á ný í samkeppni við sjálfan sig

Það er enginn að fara að sjá Meistaradeildarleiki í fótboltanum í miðjum landsleikjaglugga en það er staðreyndin sem körfuboltamenn hafa þurft að búa við í mörg ár og mun eflaust glíma við áfram.

LeBron James lét dómarann senda stuðningsmenn í burtu

LeBron James var ósáttur við talsmáta tveggja stuðningsmanna Indiana Pacers og fékk í gegn að þeim yrði vísað í burtu í Indiana í gærkvöld. Hann innsiglaði í kjölfarið sigur Los Angeles Lakers, í framlengdum leik.

Sneri aftur með látum úr sínu fyrsta banni

LeBron James skoraði 39 stig þegar hann sneri aftur til leiks með LA Lakers í nótt, eftir sitt fyrsta leikbann á ferlinum. Liðið fagnaði 124-116 sigri á Indiana Pacers í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Skallagrímur 92-47 | Skyldusigur hjá Val sem framkvæmdu verkið fagmannlega

Botnlið Subway-deildar kvenna, Skallagrímur, hafði ekki erindi sem erfiði þegar þær sóttu Íslandsmeistara Vals heim í Origo höllina í kvöld. Valskonur lentu fjórum stigum undir í blábyrjun leiksins en eftir að hafa náð vopnum sínum var stigið á bensíngjöfina og keyrt fram úr Skallagrím. Öruggur sigur Vals staðreynd þar sem lokatölur urðu 92-47.

Ólafur Jónas: Ánægður með kraftinn

Þjálfari Valskvenna, Ólafur Jónas Sigurðsson, var ánægður með framlag sinna leikmanna í kvöld í leik sem hefði getað verið snúinn upp á það að gera að leikmenn myndu mæta með hugann við eitthvað annað en Skallagrímur er á botni deildarinnar. Hann var sammála því að þetta hafi litið þægilega út og var ánægður með ýmislegt.

Sjá næstu 50 fréttir