„Ég var eins og lítill krakki“ Atli Arason skrifar 3. desember 2021 21:30 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, í leik með liðinu tímabilið 2015-2016. vísir/anton Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, spilaði í kvöld sínar fyrstu mínútur fyrir Njarðvík í endurkomu sinni en Haukur spilaði síðast körfuboltaleik fyrir 257 dögum síðan. Haukur hefur verið að jafna sig á liðbandslitum en hann var afar ánægður að komast aftur inn á völlinn. „Það var mjög gaman. Ég var eins og lítill krakki, mjög óþreyjufullur að koma inn á í fyrsta leikhluta en þetta var ótrúlega gaman,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi eftir leik. Njarðvík vann viðureignina við Vestra í kvöld með 29 stigum, 98-69. Njarðvíkingar hafa verið að vinna í því að laga sinn leik að undanförnu samkvæmt Hauki. „Mér fannst vörnin og boltaflæði gott í kvöld. Við settum áherslu á varnarleik í þessum landsliðsglugga og að komast aftur í þennan boltaflæðis leik. Við vorum svolítið staðir fannst mér þegar við vorum að tapa þessum leikjum,“ sagði Haukur og á þá við þriggja leikja taphrinu Njarðvíkur yfir síðustu mánaðamót. Hauki gekk ekki nógu vel að hitta ofan í körfuna í kvöld en hann hitti ekki úr neinni af fjórum tilraunum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna og var alls með 20% skotnýtingu, með 2 stig á 17 mínútum. Haukur segist vera ryðgaður eftir langa fjarveru frá vellinum. „Ég ætla að kenna ryðgun um þetta. Þetta er svolítið þannig í fyrsta leik að annaðhvort hittir maður úr öllu eða klikkar á öllu. Ég tók seinni valkostinn, ég klikkaði á öllu. Liðsfélagar mínir reyndu samt að finna mig vel, ég verð að gefa þeim það.“ Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum þá hreinsaði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, bekkinn sinn og ungu strákarnir fengu þessar ruslamínútur þegar Njarðvík leiddi með 32 stigum. Haukur fékk sér meðal annars sæti á bekknum en hann var þó ekkert ósáttur að fá ekki að nýta ruslamínúturnar eitthvað í að laga tölfræðina sína. „Nei, ég hefði eiginlega átt að koma út af aðeins fyrr. Mér finnst frábært að þeir fengu að spila og þeir bara stóðu sig ágætlega. Mér finnst alltaf gott þegar ungu strákarnir geta komið inn á völlinn því þá er hægt að nýta þá aðeins meira þegar við erum komnir lengra inn í tímabilið,“ svaraði Haukur, aðspurður út í lokamínútur leiksins. Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Stjörnunni þann 9. desember. Haukur fann ekki fyrir neinum eymslum í leiknum í kvöld og segist klár í næsta leik. „Ég er kominn til að vera. Stjarnan eru mjög góðir og vel drillaðir. Þetta verður hörku leikur,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, að endingu. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Í beinni: ÍR - Tindastóll | Heldur draumabyrjun Stólanna áfram? Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
„Það var mjög gaman. Ég var eins og lítill krakki, mjög óþreyjufullur að koma inn á í fyrsta leikhluta en þetta var ótrúlega gaman,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi eftir leik. Njarðvík vann viðureignina við Vestra í kvöld með 29 stigum, 98-69. Njarðvíkingar hafa verið að vinna í því að laga sinn leik að undanförnu samkvæmt Hauki. „Mér fannst vörnin og boltaflæði gott í kvöld. Við settum áherslu á varnarleik í þessum landsliðsglugga og að komast aftur í þennan boltaflæðis leik. Við vorum svolítið staðir fannst mér þegar við vorum að tapa þessum leikjum,“ sagði Haukur og á þá við þriggja leikja taphrinu Njarðvíkur yfir síðustu mánaðamót. Hauki gekk ekki nógu vel að hitta ofan í körfuna í kvöld en hann hitti ekki úr neinni af fjórum tilraunum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna og var alls með 20% skotnýtingu, með 2 stig á 17 mínútum. Haukur segist vera ryðgaður eftir langa fjarveru frá vellinum. „Ég ætla að kenna ryðgun um þetta. Þetta er svolítið þannig í fyrsta leik að annaðhvort hittir maður úr öllu eða klikkar á öllu. Ég tók seinni valkostinn, ég klikkaði á öllu. Liðsfélagar mínir reyndu samt að finna mig vel, ég verð að gefa þeim það.“ Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum þá hreinsaði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, bekkinn sinn og ungu strákarnir fengu þessar ruslamínútur þegar Njarðvík leiddi með 32 stigum. Haukur fékk sér meðal annars sæti á bekknum en hann var þó ekkert ósáttur að fá ekki að nýta ruslamínúturnar eitthvað í að laga tölfræðina sína. „Nei, ég hefði eiginlega átt að koma út af aðeins fyrr. Mér finnst frábært að þeir fengu að spila og þeir bara stóðu sig ágætlega. Mér finnst alltaf gott þegar ungu strákarnir geta komið inn á völlinn því þá er hægt að nýta þá aðeins meira þegar við erum komnir lengra inn í tímabilið,“ svaraði Haukur, aðspurður út í lokamínútur leiksins. Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Stjörnunni þann 9. desember. Haukur fann ekki fyrir neinum eymslum í leiknum í kvöld og segist klár í næsta leik. „Ég er kominn til að vera. Stjarnan eru mjög góðir og vel drillaðir. Þetta verður hörku leikur,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, að endingu. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Í beinni: ÍR - Tindastóll | Heldur draumabyrjun Stólanna áfram? Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira