Formaður KKÍ: Landslið Íslands eiga ekki heimili á Íslandi Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 27. nóvember 2021 10:45 Hannes S. Jónsson. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, er á ferð og flugi með landsliðinu þessa dagana en liðið leikur í undankeppni heimsmeistaramótsins 2023 um þessar mundir. Þrátt fyrir að Ísland hafi unnið frækinn sigur á Hollandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni í gær þá vandaði Hannes Stjórnvöldum ekki kveðjurnar á twitter í morgun. Liðið er á leiðinni til Rússlands til þess að keppa annan leikinn í riðlinum og það ætti að vera heimaleikur hjá liðinu. Það er hins vegar ekkert löglegt keppnishús hér á landi og þess vegna fer heimaleikur liðsins gegn gríðarlega sterku liði Rússa fram á heimavelli þeirra í Sankti Pétursborg. Er þetta bagaleg staða því öll lið vilja auðvitað spila sína heimaleiki í sínu landi. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta gerist og má því segja að leikur gegn Rússlandi verði sögulegur, þó á vondan hátt. Hannes spyr í tístinu hvort hægt sé að treysta orðum stjórnmálamanna og vonast eftir því að nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar, sem verður væntanlega birtur um helgina, taki til þessara mála en landslið Íslands í bæði handbolta og körfubolta eru orðin langþreytt eftir þjóðarleikvangi sem uppfyllir nútímakröfur. Erum a leið til Rússlands en ættum að vera á leiðinni heim til að taka á móti Rússum.Landslið Íslands eiga ekki heimili á Íslandi,bíðum eftir að sjá nýjan stjórnarsáttmála. Er hægt að treysta orðum stjórnmálamanna?? Pínu spennandi viðurkenni það... #korfubolti #fibawc @kiddigeir pic.twitter.com/F2AJmBTF6R— Hannes S.Jónsson (@hannes_jonsson) November 27, 2021 HM 2023 í körfubolta Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Þrátt fyrir að Ísland hafi unnið frækinn sigur á Hollandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni í gær þá vandaði Hannes Stjórnvöldum ekki kveðjurnar á twitter í morgun. Liðið er á leiðinni til Rússlands til þess að keppa annan leikinn í riðlinum og það ætti að vera heimaleikur hjá liðinu. Það er hins vegar ekkert löglegt keppnishús hér á landi og þess vegna fer heimaleikur liðsins gegn gríðarlega sterku liði Rússa fram á heimavelli þeirra í Sankti Pétursborg. Er þetta bagaleg staða því öll lið vilja auðvitað spila sína heimaleiki í sínu landi. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta gerist og má því segja að leikur gegn Rússlandi verði sögulegur, þó á vondan hátt. Hannes spyr í tístinu hvort hægt sé að treysta orðum stjórnmálamanna og vonast eftir því að nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar, sem verður væntanlega birtur um helgina, taki til þessara mála en landslið Íslands í bæði handbolta og körfubolta eru orðin langþreytt eftir þjóðarleikvangi sem uppfyllir nútímakröfur. Erum a leið til Rússlands en ættum að vera á leiðinni heim til að taka á móti Rússum.Landslið Íslands eiga ekki heimili á Íslandi,bíðum eftir að sjá nýjan stjórnarsáttmála. Er hægt að treysta orðum stjórnmálamanna?? Pínu spennandi viðurkenni það... #korfubolti #fibawc @kiddigeir pic.twitter.com/F2AJmBTF6R— Hannes S.Jónsson (@hannes_jonsson) November 27, 2021
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira