Haukur Helgi um fyrsta leikinn í kvöld: Þurfti bara að fara að byrja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 13:15 Haukur Helgi Pálsson í leikmannamyndatöku Njarðvíkur. Nú fær hann loksins að klæðast búningi Njarðvíkur í leik. S2 Sport Haukur Helgi Pálsson spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld þegar Njarðvík tekur á móti Vestra í Ljónagryfjunni. Haukur hefur verið að ná sér eftir stóra ökklaaðgerð í sumar og hefur misst af fyrstu sjö deildarleikjum liðsins auk bikarkeppninnar í haust. Subway-deildin er að byrja á ný í kvöld eftir landsleikjahlé og Njarðvík hefur gefið það út að landsliðsmaðurinn mæti aftur á gólfið. Haukur ræddi þessa ákvörðun í viðtali við heimasíðu Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Andlegi hlutinn „Þú ferð að treysta löppinni hundrað prósent og ert orðinn sterkur og allt það. Sprengjan er kannski komin en þú ert ennþá að hugsa um andlegu hliðina því þú þarft að fara að treysta þessu meira. Þess vegna var ég bara: Ég þarf bara að fara að byrja,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. „Þá fer ég að gera hreyfingar sem gerast bara ósjálfsrátt af því að þær eru í minninu og þú ert bara þannig leikmaður. Ég tók bara meðvitaða ákvörðun um að ég þyrfti að fara að byrja,“ sagði Haukur Helgi. Leikur Njarðvíkur og Vestra hefst klukkan 18.15 og hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur KR og Keflavíkur verður síðan sýndur klukkan 20.15 og á eftir verða leikir kvöldsins gerðir upp í Subway-Tilþrifunum. „Mér fannst gaman hérna síðast,“ sagði Haukur Helgi sem spilaði með Njarðvík tímabilið 2015-16. Hann var þá með 17,9 stig, 7,5 fráköst og 4,3 stoðsendingar í leik. Haukur talaði vel um tímann hjá Njarðvík en hann hefur spilað síðan sem atvinnumaður út í Evrópu. Fékk aftur gleðina í Njarðvík „Skemmtilegustu árin sem ég hef spilað eftir að ég fer út eru Nanterre 92 og Njarðvík. Allt hitt er reynsla. Fyrsta árið í Manresa var reyndar skemmtilegt en svo nýt ég mín ekki aftur að spila fyrr en í Njarðvík. Ég fékk aftur gleðina að spila körfubolta þegar ég kom í Njarðvík og það hefur dregið mig aftur inn í Njarðvík,“ sagði Haukur. Haukur segist vilja breyta því viðhorfi að Njarðvík lifi á fornri frægð og búa í staðinn til sigurhefð að nýju hjá félaginu. Hann hefur fest kaup á fasteign í Innri-Njarðvík og starfar hjá rótgróna Njarðvíkurfyrirtækinu Icemar þar sem heimasíða Njarvíkur tók hús á landsliðsmanninum. Eigum að vinna þetta Haukur sér Íslandsmeistaratitilinn í hillingum. „Ég er bara á því að við eigum að vinna þetta. Þegar ég er kominn aftur og er orðinn heill. Það sem við erum að vinna að og leikmannhópinn sem við erum með þá erum við með lið til að gera það. Það eru nokkrir hlutir sem við þurfum að skerpa á og menn þurfa að vera á sömu blaðsíðu og annað,“ sagði Haukur Helgi. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Haukur hefur verið að ná sér eftir stóra ökklaaðgerð í sumar og hefur misst af fyrstu sjö deildarleikjum liðsins auk bikarkeppninnar í haust. Subway-deildin er að byrja á ný í kvöld eftir landsleikjahlé og Njarðvík hefur gefið það út að landsliðsmaðurinn mæti aftur á gólfið. Haukur ræddi þessa ákvörðun í viðtali við heimasíðu Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Andlegi hlutinn „Þú ferð að treysta löppinni hundrað prósent og ert orðinn sterkur og allt það. Sprengjan er kannski komin en þú ert ennþá að hugsa um andlegu hliðina því þú þarft að fara að treysta þessu meira. Þess vegna var ég bara: Ég þarf bara að fara að byrja,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. „Þá fer ég að gera hreyfingar sem gerast bara ósjálfsrátt af því að þær eru í minninu og þú ert bara þannig leikmaður. Ég tók bara meðvitaða ákvörðun um að ég þyrfti að fara að byrja,“ sagði Haukur Helgi. Leikur Njarðvíkur og Vestra hefst klukkan 18.15 og hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur KR og Keflavíkur verður síðan sýndur klukkan 20.15 og á eftir verða leikir kvöldsins gerðir upp í Subway-Tilþrifunum. „Mér fannst gaman hérna síðast,“ sagði Haukur Helgi sem spilaði með Njarðvík tímabilið 2015-16. Hann var þá með 17,9 stig, 7,5 fráköst og 4,3 stoðsendingar í leik. Haukur talaði vel um tímann hjá Njarðvík en hann hefur spilað síðan sem atvinnumaður út í Evrópu. Fékk aftur gleðina í Njarðvík „Skemmtilegustu árin sem ég hef spilað eftir að ég fer út eru Nanterre 92 og Njarðvík. Allt hitt er reynsla. Fyrsta árið í Manresa var reyndar skemmtilegt en svo nýt ég mín ekki aftur að spila fyrr en í Njarðvík. Ég fékk aftur gleðina að spila körfubolta þegar ég kom í Njarðvík og það hefur dregið mig aftur inn í Njarðvík,“ sagði Haukur. Haukur segist vilja breyta því viðhorfi að Njarðvík lifi á fornri frægð og búa í staðinn til sigurhefð að nýju hjá félaginu. Hann hefur fest kaup á fasteign í Innri-Njarðvík og starfar hjá rótgróna Njarðvíkurfyrirtækinu Icemar þar sem heimasíða Njarvíkur tók hús á landsliðsmanninum. Eigum að vinna þetta Haukur sér Íslandsmeistaratitilinn í hillingum. „Ég er bara á því að við eigum að vinna þetta. Þegar ég er kominn aftur og er orðinn heill. Það sem við erum að vinna að og leikmannhópinn sem við erum með þá erum við með lið til að gera það. Það eru nokkrir hlutir sem við þurfum að skerpa á og menn þurfa að vera á sömu blaðsíðu og annað,“ sagði Haukur Helgi. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti