Körfubolti

Fjölniskonur sóttu sigur í Hafnarfjörðinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fjölnir - Njarðvík, Bikarkeppni KKÍ vetur 21-22, körfubolti
Fjölnir - Njarðvík, Bikarkeppni KKÍ vetur 21-22, körfubolti

Fjölniskonur gerðu góða ferð í Hafnarfjörð í Subway deildinni í körfubolta í dag þegar þær heimsóttu Haukakonur.

Úr varð hörkuleikur en um var að ræða frestaðan leik vegna þátttöku Hauka í Evrópukeppni.

Fjölnir hafði fimm stiga sigur, 72-77, eftir jafnan og æsispennandi leik en staðan í hálfleik var 40-36, Haukum í vil.

Aliyah Daija Mazyck var stigahæst Fjölniskvenna með 24 stig en Sanja Orozovic var einnig atkvæðamikil í liði Fjölnis með 19 stig og 12 fráköst.

Tinna Guðrún Alexandersdóttir var atkvæðamest hjá Haukum með 27 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.