Miðherji Celtics breytir um nafn og fær bandarískan ríkisborgararétt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 12:31 Enes Kanter í sigurleik Boston Celtics á móti Toronto Raptors í NBA deildinni í nótt. AP/Chris Young Þetta er stór dagur fyrir Enes Kanter, miðherja NBA-liðsins Boston Celtics. Í dag fær hann bandarískan ríkisborgararétt en það er þó annað sem breytist líka. Kappinn ætlar nefnilega líka að breyta löglega nafninu sínu í Enes Kanter Freedom. Kanter verður hér seinna skírnarnafnið hans en ættarnafnið verður hér eftir Freedom. Enes Kanter is legally changing his name to Enes Kanter Freedom and will become a U.S. citizen on Monday, per @ShamsCharania pic.twitter.com/TQrgo1RH80— Bleacher Report (@BleacherReport) November 28, 2021 Liðsfélagar hans hafa verið að kalla hann Freedom vegna baráttu hans fyrir mannréttindum út í heimi og hann fór bara alla leið og lét breyta nafninu sínu í gælunafnið. Freedom birtist væntanlega aftan á treyju hans fljótlega. Nafnabreytingin minnir aðeins á það þegar NBA stjarnan Ron Artest breytti nafni sínu í Metta World Peace árið 2011 en hann breytti því síðan í Metta Sandiford-Artest árið 2020. Kanter er fæddur og uppalinn í Tyrklandi en náði ríkisborgaraprófinu í Bandaríkjunum á dögunum. Hann hefur verið mjög gagnrýninni á stjórnvöld í Tyrklandi og hefur einnig nýtt frægð sína og samfélagsmiðla til að gagnrýna framgöngu kínversku þjóðarinnar gagnvart Uyghur samfélaginu. Enes Kanter is way braver to call out China than any pro athlete has ever been to take a stand on almost anything in the 21st century. Yet most sports media & their employers aren t covering it. Why? Because they re in China s pocket too: pic.twitter.com/yC537eCjHP— Clay Travis (@ClayTravis) November 24, 2021 Hann er heldur ekki mikill aðdáandi hvernig Kína kemur fram við við Tíbet, Tævan og Hong Kong. Nú síðast kallaði hann eftir því að þjóðir heims myndu skrópa á Ólympíuleikana í Peking í febrúar. Kanter hefur líka fengið hörð viðbrögð frá Kína og þetta hefur bitnað á liði hans Boston Celtics. Það er sem dæmi bannað að sýna leiki Celtics liðsins í kínversku sjónvarpi. Enes Kanter á að baki ellefu ár í NBA-deildinni og hefur spilað með Boston liðinu frá 2018. Í 722 deilarleikjum á ferlinum er hann með 11,4 stig og 7,9 fráköst að meðaltali í leik. NBA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Kappinn ætlar nefnilega líka að breyta löglega nafninu sínu í Enes Kanter Freedom. Kanter verður hér seinna skírnarnafnið hans en ættarnafnið verður hér eftir Freedom. Enes Kanter is legally changing his name to Enes Kanter Freedom and will become a U.S. citizen on Monday, per @ShamsCharania pic.twitter.com/TQrgo1RH80— Bleacher Report (@BleacherReport) November 28, 2021 Liðsfélagar hans hafa verið að kalla hann Freedom vegna baráttu hans fyrir mannréttindum út í heimi og hann fór bara alla leið og lét breyta nafninu sínu í gælunafnið. Freedom birtist væntanlega aftan á treyju hans fljótlega. Nafnabreytingin minnir aðeins á það þegar NBA stjarnan Ron Artest breytti nafni sínu í Metta World Peace árið 2011 en hann breytti því síðan í Metta Sandiford-Artest árið 2020. Kanter er fæddur og uppalinn í Tyrklandi en náði ríkisborgaraprófinu í Bandaríkjunum á dögunum. Hann hefur verið mjög gagnrýninni á stjórnvöld í Tyrklandi og hefur einnig nýtt frægð sína og samfélagsmiðla til að gagnrýna framgöngu kínversku þjóðarinnar gagnvart Uyghur samfélaginu. Enes Kanter is way braver to call out China than any pro athlete has ever been to take a stand on almost anything in the 21st century. Yet most sports media & their employers aren t covering it. Why? Because they re in China s pocket too: pic.twitter.com/yC537eCjHP— Clay Travis (@ClayTravis) November 24, 2021 Hann er heldur ekki mikill aðdáandi hvernig Kína kemur fram við við Tíbet, Tævan og Hong Kong. Nú síðast kallaði hann eftir því að þjóðir heims myndu skrópa á Ólympíuleikana í Peking í febrúar. Kanter hefur líka fengið hörð viðbrögð frá Kína og þetta hefur bitnað á liði hans Boston Celtics. Það er sem dæmi bannað að sýna leiki Celtics liðsins í kínversku sjónvarpi. Enes Kanter á að baki ellefu ár í NBA-deildinni og hefur spilað með Boston liðinu frá 2018. Í 722 deilarleikjum á ferlinum er hann með 11,4 stig og 7,9 fráköst að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum