Suns snöggkældi niður sjóðheitan Steph Curry og vann sautjánda í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 07:30 Stephen Curry fylgist svekktur með á bekknum í nótt en það gekk lítið upp hjá honum í toppslagnum. AP/Matt York Phoenix Suns hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni og nú með frábærum sigri á Golden State Warriors í topslag deildarinnar. Með þessum sigri þá tóku Suns-menn toppsæti Vesturdeildarinnar af Warriors á innbyrðis leikjum en bæði lið hafa nú unnið 18 af 21 leik sínum í vetur. Golden State var búið að vinna sjö leiki í röð fyrir leikinn og hafði enn fremur skorað yfir hundrað stig í öllum leikjum sínum á tímabilinu. Það breyttist í nótt. From 1-3 to 18-3.The @Suns have won 17 straight games, tying their franchise record! pic.twitter.com/vhTn0lSwoO— NBA (@NBA) December 1, 2021 Phoenix Suns komst í úrslitin um titilinn í sumar en tapaði síðan þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum. Liðið fór þá í gang og hefur nú unnið sautján leiki í röð sem er jöfnun á félagsmeti. Golden State skoraði mikið framan af leik en Suns hertu vörnina þegar á leið leikinn og allan seinni hálfleikinn gekk Steph Curry og félögum afar illa að skora. Warriors skoraði þannig 35 stig í fyrsta leikhlutanum en bara 42 stig allan seinni hálfleikinn þar af bara 18 stig í fjórða leikhlutanum. CP3 starts the break, Booker finishes it!@Suns 36@warriors 39Early 2Q on TNT pic.twitter.com/kHK3qsMHwr— NBA (@NBA) December 1, 2021 Curry sjálfur endaði bara með 12 stig í leiknum en hann klikkaði á 17 af 21 skoti sínu. Jordan Poole var stigahæstur í liðinu með 28 stig og Otto Porter Jr. kom með 16 stig inn af bekknum. Það sem gerir sigur Phoenix Suns enn athyglisverðari er að liðið missti Devin Booker meiddan af velli og hann spilaði aðeins fimmtán mínútur í leiknum. Hinar stórstjörnur liðsins, Deandre Ayton og Chris Paul, voru frábærir. Ayton var með 24 stig og 11 fráköst en Paul með 15 stig, 11 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Malik Monk buzzer beater from DEEP! @Lakers, @SacramentoKings second half set to begin on NBA League Pass: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/S0DWgxA8HQ— NBA (@NBA) December 1, 2021 LeBron James lék ekki með Los Angeles Lakers þegar liðið vann 117-92 útisigur á Sacramento Kings. James er kominn á heilsulistann vegna mögulegrar kórónuveirusýkingar og gæti misst af nokkrum leikjum. Anthony Davis var með 25 stig og Russell Westbrook bætti við 23 stigum, 5 fráköstum og 6 stoðsendingum. kom síðan með 22 stig inn af bekknum hjá Lakers mönnum. KEVIN. DURANT. FOR THE LEAD.@BrooklynNets 107@nyknicks 1051:36 left on TNT pic.twitter.com/AQlZ8c8xt9— NBA (@NBA) December 1, 2021 James Harden var með 34 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets vann 112-110 sigur á New York Knicks í nágrannaslag en Kevin Durant bætti við 27 stigum og 9 stoðsendingum. James Johnson tryggði sigurinn með tveimur vítaskotum 2,2 sekúndum fyrir leikslok. 30 points, 9 boards and 5 dimes for Harden midway through the 3rd Q on TNT pic.twitter.com/zmVP9aOv9U— NBA (@NBA) December 1, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Golden State Warriors 104-96 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 92-117 Brooklyn Nets - New York Knicks 112-110 Toronto Raptors - Memphis Grizzlies 91-98 Portland Trail Blazers - Detroit Pistons 110-92 NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Með þessum sigri þá tóku Suns-menn toppsæti Vesturdeildarinnar af Warriors á innbyrðis leikjum en bæði lið hafa nú unnið 18 af 21 leik sínum í vetur. Golden State var búið að vinna sjö leiki í röð fyrir leikinn og hafði enn fremur skorað yfir hundrað stig í öllum leikjum sínum á tímabilinu. Það breyttist í nótt. From 1-3 to 18-3.The @Suns have won 17 straight games, tying their franchise record! pic.twitter.com/vhTn0lSwoO— NBA (@NBA) December 1, 2021 Phoenix Suns komst í úrslitin um titilinn í sumar en tapaði síðan þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum. Liðið fór þá í gang og hefur nú unnið sautján leiki í röð sem er jöfnun á félagsmeti. Golden State skoraði mikið framan af leik en Suns hertu vörnina þegar á leið leikinn og allan seinni hálfleikinn gekk Steph Curry og félögum afar illa að skora. Warriors skoraði þannig 35 stig í fyrsta leikhlutanum en bara 42 stig allan seinni hálfleikinn þar af bara 18 stig í fjórða leikhlutanum. CP3 starts the break, Booker finishes it!@Suns 36@warriors 39Early 2Q on TNT pic.twitter.com/kHK3qsMHwr— NBA (@NBA) December 1, 2021 Curry sjálfur endaði bara með 12 stig í leiknum en hann klikkaði á 17 af 21 skoti sínu. Jordan Poole var stigahæstur í liðinu með 28 stig og Otto Porter Jr. kom með 16 stig inn af bekknum. Það sem gerir sigur Phoenix Suns enn athyglisverðari er að liðið missti Devin Booker meiddan af velli og hann spilaði aðeins fimmtán mínútur í leiknum. Hinar stórstjörnur liðsins, Deandre Ayton og Chris Paul, voru frábærir. Ayton var með 24 stig og 11 fráköst en Paul með 15 stig, 11 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Malik Monk buzzer beater from DEEP! @Lakers, @SacramentoKings second half set to begin on NBA League Pass: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/S0DWgxA8HQ— NBA (@NBA) December 1, 2021 LeBron James lék ekki með Los Angeles Lakers þegar liðið vann 117-92 útisigur á Sacramento Kings. James er kominn á heilsulistann vegna mögulegrar kórónuveirusýkingar og gæti misst af nokkrum leikjum. Anthony Davis var með 25 stig og Russell Westbrook bætti við 23 stigum, 5 fráköstum og 6 stoðsendingum. kom síðan með 22 stig inn af bekknum hjá Lakers mönnum. KEVIN. DURANT. FOR THE LEAD.@BrooklynNets 107@nyknicks 1051:36 left on TNT pic.twitter.com/AQlZ8c8xt9— NBA (@NBA) December 1, 2021 James Harden var með 34 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets vann 112-110 sigur á New York Knicks í nágrannaslag en Kevin Durant bætti við 27 stigum og 9 stoðsendingum. James Johnson tryggði sigurinn með tveimur vítaskotum 2,2 sekúndum fyrir leikslok. 30 points, 9 boards and 5 dimes for Harden midway through the 3rd Q on TNT pic.twitter.com/zmVP9aOv9U— NBA (@NBA) December 1, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Golden State Warriors 104-96 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 92-117 Brooklyn Nets - New York Knicks 112-110 Toronto Raptors - Memphis Grizzlies 91-98 Portland Trail Blazers - Detroit Pistons 110-92
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Golden State Warriors 104-96 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 92-117 Brooklyn Nets - New York Knicks 112-110 Toronto Raptors - Memphis Grizzlies 91-98 Portland Trail Blazers - Detroit Pistons 110-92
NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira