Fleiri fréttir

Hörmungarlokakafli skilaði fyrsta tapinu í 17 ár

Karlalandslið Bandaríkjanna í körfubolta þurfti að þola 83-76 tap fyrir Frakklandi í fyrstu umferð A-riðils á Ólympíuleikunum. Bandaríkin hafa ekki tapað leik á Ólympíuleikum síðan 2004.

Larry Thomas yfirgefur Íslandsmeistarana

Larry Thomas, bakvörður Íslandsmeistara Þórs frá Þorlákshöfn, hefur samið við lettneska félagið BK Ventspils um að leika með félaginu á komandi tímabili.

Þrír erlendir leikmenn til Njarðvíkur

Kvennalið Njarðvíkur í körfuknattleik hefur samið við þrjá erlenda leikmenn um að spila með félaginu í efstu deild á næstu leiktíð. 

Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé

Kvennalið Hauka í körfuknattleik hefur ákveðið að taka þátt í Evrópukeppni næsta haust. Mun liðið taka þátt í Evrópubikar félagsliða, FIBA EuroCup. Er þetta í fyrsta sinn í 15 ár sem íslenskt kvennalið tekur þátt í Evrópukeppni. Haukar voru einnig síðasta liðið til að taka þátt.

Hilmar frá Valencia til Stjörnunnar

Hilmar Smári Henningsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá spænska liðinu Valencia og mun leika með Garðbæingum í úrvalsdeild karla í körfubolta næsta vetur.

Þrjú særðust í skotárás í Milwaukee eftir sigur Bucks

Þrjú særðust í skotárás í Milwaukee í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum í nótt. Árásin átti sér stað í fögnuði borgarbúa eftir að körfuboltaliðið Milwaukee Bucks hafði tryggt sér NBA-meistaratitilinn í körfubolta í gærkvöld.

Deane Williams kveður Domino's deildina

Deane Williams mun ekki leika með deildarmeisturum Keflvíkingum á komandi tímabili í Domino's deild karla. Hann hefur samið við Saint Quentin sem leika í næst efstu deild í Frakklandi.

Elvar Már í belgísku deildina

Körfuknattleiksmaðurinn Elvar Már Friðriksson er á leiðinni til Belgíu eftir eitt tímabil með litháíska liðinu Siauliai. Hann var valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar á seinasta tímabili.

Sá næststiga­hæsti missir af Ólympíu­leikunum

Bradley Beal, skotbakvörður Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta, fer ekki með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikana. Beal fór hamförum í NBA-deildinni í vetur og skoraði yfir 30 stig að meðaltali í leik.

Lebron segist vilja enda ferilinn hjá Lakers

Körfuknattleiksmaðurinn LeBron James sagði í viðtali fyrir skömmu að hann ætlaði sér að enda ferilinn hjá Los Angeles Lakers. Þó ekki fyrr en eftir fjögur til sjö ár en Lebron er 36 ára gamall í dag.

Bandarísku stjörnurnar töpuðu aftur

Það þykja stórtíðindi þegar stjörnum prýtt lið Bandaríkjanna í körfubolta tapar leik og hvað þá tveimur í röð og eins og hefur nú gerst.

Mirza skiptir Garða­bænum út fyrir Grafar­voginn

Mirza Sarajlija hefur samið við Fjölni í 1. deild karla í körfubolta og mun leika með liðinu á næstu leiktíð. Mirza lék með Stjörnunni á síðasta tímabili en mun nú færa sig niður um deild.

Sanja Or­ozo­vic og Ciani Cryor til liðs við Fjölni

Fjölnir hefur samið við tvo leikmenn fyrir komandi tímabil í efstu deild kvenna í körfubolta. Um er að ræða Sönju Orozovic sem hefur leikið hér á landi undanfarin þrjú ár og svo Ciani Cryor sem kemur frá Bandaríkjunum.

„Erfitt að mæta í vinnu ef maður fær ekki borgað“

„Fyrir mér hefði þetta mál aldrei átt að þurfa að fara alla þessa leið. Rétt skal hins vegar vera rétt,“ segir Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, eftir að hafa unnið mál sitt gegn KR vegna ítrekaðra vanefnda á samningi.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.