Körfubolti

Deane Williams kveður Domino's deildina

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Deane Williams hefur verið einn besti leikmaður Domino's deildarinnar seinustu tvö tímabil.
Deane Williams hefur verið einn besti leikmaður Domino's deildarinnar seinustu tvö tímabil. Vísir/Hulda

Deane Williams mun ekki leika með deildarmeisturum Keflvíkingum á komandi tímabili í Domino's deild karla. Hann hefur samið við Saint Quentin sem leika í næst efstu deild í Frakklandi.

Keflavík greinir frá þessu á samfélagsmiðlum í dag, en Deane Williams hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar síðan hann gekk til liðs við Keflvíkinga árið 2019.

Á seinasta tímabili skilaði hann 18 stigum, 11 fráköstum, tveim stoðsendingum og tveim vörðum skotum að meðaltali í leik og var valinn besti erlendi leikmaður deildarinnar á lokahófi KKÍ.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.