Luka Doncic stórskotlegur þegar Slóvenar komust á ÓL í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 07:31 Luka Doncic fagnar körfu í úrslitaleiknum á móti Litháen í gær. EPA-EFE/Toms Kalnins Luka Doncic og félagar í slóvenska körfuboltalandsliðinu tryggðu sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær þegar þeir unnu sína undankeppni sem fór fram í Litháen. Doncic bauð upp á þrennu þegar Slóvenía vann 96-85 sigur á heimamönnum í Litháen í hreinum úrslitaleik um Ólympíusætið. Hann var með 31 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. Þessi frábæri bakvörður Dallas Mavericks var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í mótslok. M-V-P, M-V-P, M-V-P! A historic night for @luka7doncic, who helps book a ticket to #Tokyo2020 with a triple-double performance! 31 PTS 11 REB 13 AST | 42 EFF pic.twitter.com/QAXqv8AfwO— FIBA (@FIBA) July 4, 2021 „Mér er alveg sama um MVP verðlaunin. Við unnum. Við erum að fara á Ólympíuleikana í fyrsta sinn í sögu þjóðar okkar. Það er stórkostlegt. Ég held að öllum krökkum dreymi um að keppa á Ólympíuleikunum. Það gerði ég líka. Nú erum við komnir þangað. Við börðumst virkilega, virkilega mikið fyrir þessu og ég held að við eigum skilið að vera þarna,“ sagði Luka Doncic eftir leikinn. „Við erum að skrifa söguna fyrir þjóðina okkar og leiðin er bara upp á við,“ sagði Doncic. Vlatko Cancar skoraði 18 stig fyrir Slóveníu, Jaka Blazic var með 16 stig og Mike Tobey skoraði 13 stig. Luka Doncic and Slovenia have qualified to compete in the Olympics for the first time in the nation's history pic.twitter.com/5ZxJZ6xD7t— ESPN (@espn) July 4, 2021 Jonas Valanciunas, Arnas Butkevicius og Mantas Kalnietis skoruðu allir fjórtán stig fyrir Litháen sem mun missa af Ólympíuleikunum í fyrsta sinn síðan þjóðin fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum og tók þátt á ÓL í Barcelona 1992. Slóvenía mun spila í C riðli á Ólympíuleikunum þar sem mótherjarnir verða Argentína, Japan og Spánn. Slóvenía var ein af fjórum þjóðum sem komst í gegnum fjórskipta undankeppni um síðustu fjögur sætin á Ólympíuleikunum. Ítalía vann Serbíu 102-95 í úrslitaleik í keppninni í Belgrad, Tékkland vann Grikkland 97-72 í úrslitaleiknum í keppninni í Kanada og Þýskaland vann 75-64 sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum í keppninni í Split í Króatíu. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Körfubolti NBA Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Sjá meira
Doncic bauð upp á þrennu þegar Slóvenía vann 96-85 sigur á heimamönnum í Litháen í hreinum úrslitaleik um Ólympíusætið. Hann var með 31 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. Þessi frábæri bakvörður Dallas Mavericks var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í mótslok. M-V-P, M-V-P, M-V-P! A historic night for @luka7doncic, who helps book a ticket to #Tokyo2020 with a triple-double performance! 31 PTS 11 REB 13 AST | 42 EFF pic.twitter.com/QAXqv8AfwO— FIBA (@FIBA) July 4, 2021 „Mér er alveg sama um MVP verðlaunin. Við unnum. Við erum að fara á Ólympíuleikana í fyrsta sinn í sögu þjóðar okkar. Það er stórkostlegt. Ég held að öllum krökkum dreymi um að keppa á Ólympíuleikunum. Það gerði ég líka. Nú erum við komnir þangað. Við börðumst virkilega, virkilega mikið fyrir þessu og ég held að við eigum skilið að vera þarna,“ sagði Luka Doncic eftir leikinn. „Við erum að skrifa söguna fyrir þjóðina okkar og leiðin er bara upp á við,“ sagði Doncic. Vlatko Cancar skoraði 18 stig fyrir Slóveníu, Jaka Blazic var með 16 stig og Mike Tobey skoraði 13 stig. Luka Doncic and Slovenia have qualified to compete in the Olympics for the first time in the nation's history pic.twitter.com/5ZxJZ6xD7t— ESPN (@espn) July 4, 2021 Jonas Valanciunas, Arnas Butkevicius og Mantas Kalnietis skoruðu allir fjórtán stig fyrir Litháen sem mun missa af Ólympíuleikunum í fyrsta sinn síðan þjóðin fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum og tók þátt á ÓL í Barcelona 1992. Slóvenía mun spila í C riðli á Ólympíuleikunum þar sem mótherjarnir verða Argentína, Japan og Spánn. Slóvenía var ein af fjórum þjóðum sem komst í gegnum fjórskipta undankeppni um síðustu fjögur sætin á Ólympíuleikunum. Ítalía vann Serbíu 102-95 í úrslitaleik í keppninni í Belgrad, Tékkland vann Grikkland 97-72 í úrslitaleiknum í keppninni í Kanada og Þýskaland vann 75-64 sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum í keppninni í Split í Króatíu.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Körfubolti NBA Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti