Körfubolti

Ægir Þór aftur út í atvinnumennsku

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ægir Þór Steinarsson er á leiðinni til Spánar.
Ægir Þór Steinarsson er á leiðinni til Spánar. Vísir/Bára Dröfn

Ægir Þór Steinarsson hefur samið við spænska liðið Gipuzkoa Basket á Spáni um að leika með félaginu á næsta tímabili.

Liðið féll úr ACB deildinni á Spáni í fyrra og leikur í LEB Gold deildinni næsta vetur þar sem stefnan er sett á að fara beint upp aftur.

Frá þessu er greint á Facebook síðu Stjörnunnar, en Ægir hefur leikið með Garðabæjarliðinu frá árinu 2018. Með Stjörnunni varð Ægir tvisvar sinnum deildarmeistari, ásamt því að vinna bikarinn tvisvar.

Ægir Þór var lykilmaður í liði Stjörnunnar í vetur sem hafnaði í þriðja sæti deildarinnar og komst í undanúrslit í úrslitakeppninni. Ægir skoraði að meðaltali 17,8 stig og ga 8,2 stoðsendingar.

Ægir kom einmitt úr atvinnumennsku á Spáni árið 2018 þegar hann gekk til liðs við Stjörnuna þar sem hann lék með Castelló, Miraflores og Peñas Huesca. Áður hefur hann leikið með Sundsvall Dragons í Svíþjóð og KR og Fjölni hér heima á Íslandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.