Milwaukee Bucks NBA-meistari í fyrsta sinn í 50 ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2021 07:31 Milwaukee Bucks er NBA-meistari 2021. @Bucks Milwaukee Bucks er NBA-meistari í körfubolta eftir sjö stiga sigur á Phoenix Suns í nótt, lokatölur 105-98. Eftir að hafa lent 0-2 undir í einvíginu var Milwaukee 3-2 yfir fyrir leik næturinnar og ljóst að sigur myndi tryggja Bucks sinn annan NBA-meistaratitil í sögu félagsins. Sigurinn vannst þökk sé ótrúlegri frammistöðu Giannis Antetokounmpo. Milwaukee náði góðu forskoti strax í fyrsta leikhluta en leikhlutarnir tveir voru einkar kaflaskiptir. Eftir hörmungarbyrjun þá stigu Devin Booker, Chris Paul og félagar í Suns upp og náðu forystunni áður en fyrri hálfleikur var úti, staðan þá 48-42 Phoenix í vil. Í þriðja leikhluta steig Giannis upp en hann skoraði 20 stig í þriðja leikhluta og spennan var gífurleg fyrir síðasta fjórðung leiksins. Sá var spennandi allt til loka en þegar 57 sekúndur lifðu leiks setti Khris Middleton niður gríðarlega mikilvægt skot sem kom Milwaukee sex stigum yfir, staðan 102-96 og nokkuð ljóst í hvað stefndi. Suns tókst ekki að snúa leiknum við og Bucks unnu sinn fyrsta NBA-meistaratitil í 50 ár en liðið varð síðast meistari árið 1971. Giannis Antetokounmpo átti hreint út sagt ótrúlegan leik í nótt en hann skoraði 50 stig, tók 14 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Khris Middleton var skoraði 17 stig, Bobby Portis 16 og Jrue Holiday var einu frákasti frá tvöfaldri þrennu, hann skoraði 12 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Hjá Suns var Chris Paul stigahæstur með 26 stig. Devin Booker skoraði aðeins 19 stig og Jae Crowder skoraði 15 stig ásamt því að taka 13 fráköst. "Wisconsin, we've got a room at the top of the world tonight!" The @Bucks radio call as the franchise captures its first championship in 50 years! pic.twitter.com/Y5yE67bTqj— NBA (@NBA) July 21, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Bandaríkin Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Eftir að hafa lent 0-2 undir í einvíginu var Milwaukee 3-2 yfir fyrir leik næturinnar og ljóst að sigur myndi tryggja Bucks sinn annan NBA-meistaratitil í sögu félagsins. Sigurinn vannst þökk sé ótrúlegri frammistöðu Giannis Antetokounmpo. Milwaukee náði góðu forskoti strax í fyrsta leikhluta en leikhlutarnir tveir voru einkar kaflaskiptir. Eftir hörmungarbyrjun þá stigu Devin Booker, Chris Paul og félagar í Suns upp og náðu forystunni áður en fyrri hálfleikur var úti, staðan þá 48-42 Phoenix í vil. Í þriðja leikhluta steig Giannis upp en hann skoraði 20 stig í þriðja leikhluta og spennan var gífurleg fyrir síðasta fjórðung leiksins. Sá var spennandi allt til loka en þegar 57 sekúndur lifðu leiks setti Khris Middleton niður gríðarlega mikilvægt skot sem kom Milwaukee sex stigum yfir, staðan 102-96 og nokkuð ljóst í hvað stefndi. Suns tókst ekki að snúa leiknum við og Bucks unnu sinn fyrsta NBA-meistaratitil í 50 ár en liðið varð síðast meistari árið 1971. Giannis Antetokounmpo átti hreint út sagt ótrúlegan leik í nótt en hann skoraði 50 stig, tók 14 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Khris Middleton var skoraði 17 stig, Bobby Portis 16 og Jrue Holiday var einu frákasti frá tvöfaldri þrennu, hann skoraði 12 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Hjá Suns var Chris Paul stigahæstur með 26 stig. Devin Booker skoraði aðeins 19 stig og Jae Crowder skoraði 15 stig ásamt því að taka 13 fráköst. "Wisconsin, we've got a room at the top of the world tonight!" The @Bucks radio call as the franchise captures its first championship in 50 years! pic.twitter.com/Y5yE67bTqj— NBA (@NBA) July 21, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Bandaríkin Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira