Körfubolti

Giannis stoppaði í bílalúgu með bikarana og pantaði fimmtíu kjúklinganagga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Giannis Antetokounmpo var sæll en svangur daginn eftir að hafa orðið NBA-meistari.
Giannis Antetokounmpo var sæll en svangur daginn eftir að hafa orðið NBA-meistari. getty/Jonathan Daniel

Daginn eftir að hafa orðið NBA-meistari með Milwaukee Bucks renndi Giannis Antetokounmpo við í bílalúgu og pantaði sér fimmtíu kjúklinganagga.

Giannis skoraði fimmtíu stig þegar Milwaukee tryggði sér sinn fyrsta meistaratitil í fimmtíu ár með sigri á Phoenix Suns, 105-98, aðfaranótt miðvikudags. Grikkinn var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins sem Milwaukee vann, 4-2.

Daginn eftir stærstu stund ferilsins kom Giannis við í bílalúgunni hjá Chick-Fil-A og var með bikarana tvo með sér, Larry O'Brien meistarabikarinn og Bill Russell bikarinn sem er veittur besta leikmanni úrslitaeinvígisins.

Giannis var skiljanlega hinn kátasti, þrátt fyrir að hafa ekkert sofið, og greinilega svangur því hann pantaði fimmtíu kjúklinganagga. Hann skoraði einmitt fimmtíu stig í sjötta leiknum gegn Phoenix eins og áður sagði.

„Ég ætti að vera að djamma í Vegas núna en er hérna að panta Chick-Fil-A,“ sagði Giannis á Instagram.

„Ég sleppi þeim ekki úr augsýn. Hvað ef ég vakna allt í einu og þetta er allt saman draumur? Bikararnir eru öryggið mitt. Ég snerti þá og veit að þetta er raunverulegt.“

Í úrslitaeinvíginu gegn Phoenix var Giannis með 35,2 stig, 13,2 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Hann var valinn verðmætasti leikmaður NBA 2019 og 2020 og varnarmaður ársins 2020. Þá fékk hann verðlaun fyrir mestu framfarir 2017.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.