Körfubolti

Sleit krossband í fyrsta leik lokaúrslita NBA deildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dario Saric spilar ekki meira með Phoenix Suns liðinu í þessari úrslitakeppni.
Dario Saric spilar ekki meira með Phoenix Suns liðinu í þessari úrslitakeppni. Getty/Christian Petersen

Phoenix Suns vann fyrsta leikinn á móti Milwaukee Bucks í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta en einn leikmaður liðsins spilar ekki fleiri leiki í þessari úrslitakeppni.

Dario Saric, framherji Phoenix Suns, sleit krossband í hægra hné í leik eitt, og félagið staðfesti meiðslin í gær.

Saric meiddist í fyrsta leikhlutanum þegar hann keyrði á körfuna og á Brook Lopez en hnéð gaf sig þegar hann steig í fótinn inn í teig.

Saric er á sínu fimmta tímabili í NBA deildinni en hann var með 4,8 stig og 2,6 fráköst að meðaltali á 11,1 mínútu í úrslitakeppninni.

Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Suns liðið sem er ekki með alltof mikla breidd í hans stöðu en þeir Torrey Craig og Frank Kaminsky fengu fleiri mínútur eftir að Saric datt út. Kaminsky hefur ekki spilað mikið í úrslitakeppninni en mun nú fá eitthvað hlutverk.

Leikur tvö er á heimavelli Phoenix Suns í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsending hefst klukkan eitt eftir miðnætti.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×